Funda um bætt öryggi ferðamanna í Reynisfjöru

Funda um bætt öryggi ferðamanna í Reynisfjöru

Í kvöld verður fundað um það hvernig auka megi öryggi þeirra sem heimsækja Reynisfjöru, einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins. Það er Ferðamálastofa sem boðar til fundarins og eru allir landeigendur Reynisfjöru hvattir til að mæta. Á fundinum verða fulltrúar þeirra stofnana sem unnið hafa að skoðun öryggismála í Reynisfjöru, auk Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálráðherra.

Funda um bætt öryggi ferðamanna í Reynisfjöru

Banaslys í Reynisfjöru 10. júní | 21. júní 2022

Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins en banaslys varð þar
Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins en banaslys varð þar mbl.is/RAX

Í kvöld verður fundað um það hvernig auka megi öryggi þeirra sem heimsækja Reynisfjöru, einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins. Það er Ferðamálastofa sem boðar til fundarins og eru allir landeigendur Reynisfjöru hvattir til að mæta. Á fundinum verða fulltrúar þeirra stofnana sem unnið hafa að skoðun öryggismála í Reynisfjöru, auk Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálráðherra.

Í kvöld verður fundað um það hvernig auka megi öryggi þeirra sem heimsækja Reynisfjöru, einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins. Það er Ferðamálastofa sem boðar til fundarins og eru allir landeigendur Reynisfjöru hvattir til að mæta. Á fundinum verða fulltrúar þeirra stofnana sem unnið hafa að skoðun öryggismála í Reynisfjöru, auk Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálráðherra.

Í auglýsingu Ferðamálastofu segir að á fundinum verði farið yfir gerð áhættumats fyrir Reynisfjöru, mögulega uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni og fyrirkomulag á frekara samstarfi landeigenda og stjórnvalda. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Leikskálum í Vík í Mýrdal og hefst klukkan 19:30.

Umræður um bætt öryggi í kjölfar banaslyss

Á annað hundruð einstaklinga eiga land í Reynisfjöru og þarf hið opinbera samþykki frá landeigendum fyrir þeim merkingum sem settar eru upp á svæðinu. Banaslys varð í Reynisfjöru þann 10. júní síðastliðinn þegar alda hreif ferðmann á áttræðisaldri með sér. Daginn eftir var svo annar ferðamaður hætt kominn á sama stað. Í kjölfar þessara atburða hefur farið af stað mikil umræða um hvernig megi bæta öryggi ferðamanna á svæðinu og gera þeim betur fyrir hættunni sem kann að skapast þar. 

Á síðustu sjö árum hafa fimm einstaklingar látist í fjörunni og viðbragðsaðilar farið í tólf útköll þar sem fólk var hætt komið.

Ráðherra ferðamála hefur sagt að til greina komi að nýta þær lagaheimildir sem eru til staðar til að loka hættulegum ferðamannastöðum líkt og Reynisfjöru. Margir telja það hins vegar full langt gengið og jafnframt illframkvæmanlegt; bæði dýrt og mannfrekt. Þá hafa meðal annars komið upp hugmyndir um lífverði, sms-skilaboðasendingar, að setja kross upp með ártali þeirra sem hafa látist og jafnvel útsýnispall til að beina fólki frá fjörunni.

Ekki stirt samband á milli aðila

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri sagði í samtali við mbl.is í síðustu viku að hann efaðist ekki um að landeigendur vildu, eins og allir aðrir, að öryggismál í fjörunni yrðu bætt. Það væru hins vegar ekki allir sammála um hvernig ætti að gera það. Áður hafði verið greint frá því að úrbætur sem til stóð að ráðast í hefðu runnið út í sandinn vegna mótmæla nokkurra landeigenda.

Ólafur Steinar Björnsson, einn landeiganda og einn af eigendum veitingastaðarins Svörtu fjörunnar, sagði hins vegar í samtali við mbl.is í síðustu viku það alrangt að hann hefði verið á móti öryggisúrbótum. Hins vegar hefðu hann og fleiri gert athugasemdir við að sett yrði upp ljósamastur án þess að fyrir lægi hver ætti að stýra ljósunum.

Skarphéðinn sagðist vonast til þess að allir sem ættu hlut að máli myndu mæta á fundinn. Mörgum hafi þótt vanta samtal og boðað sé til þess á fundinum. Markmiðið væri að komast að því hvernig stofnanir, sem koma að öryggismálum í Reynisfjöru, gætu átt náið og gott samstarf við landeigendur um öryggismál ferðamanna á svæðinu. Þá sagðist hann ekki telja að sambandið á milli þessara aðila væri stirt.

mbl.is