Segjast hafa sannanir fyrir þátttöku Trumps

Segjast hafa sannanir fyrir þátttöku Trumps

Viðbúið er að rannsóknarnefnd neðri deildar Bandaríkjaþings, sem annast rannsókn á aðdraganda árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar í fyrra, reyni í dag að sýna fram á að Trump og ráðgjafar hans hafi gert áætlun um að senda inn rangar upplýsingar um kjörmenn. 

Segjast hafa sannanir fyrir þátttöku Trumps

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 21. júní 2022

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AFP

Viðbúið er að rannsóknarnefnd neðri deildar Bandaríkjaþings, sem annast rannsókn á aðdraganda árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar í fyrra, reyni í dag að sýna fram á að Trump og ráðgjafar hans hafi gert áætlun um að senda inn rangar upplýsingar um kjörmenn. 

Viðbúið er að rannsóknarnefnd neðri deildar Bandaríkjaþings, sem annast rannsókn á aðdraganda árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar í fyrra, reyni í dag að sýna fram á að Trump og ráðgjafar hans hafi gert áætlun um að senda inn rangar upplýsingar um kjörmenn. 

Með þessu á fólkið að hafa ætlað sér að reyna að koma Trump aftur til valda í Hvíta húsinu.

Guardian greinir frá. 

Lögfræðingar Trumps vísa ásökununum á bug og segja að um mistúlkun á aðgerðum forsetans fyrrverandi og ráðgjafa hans sé að ræða.

Þá er einnig útlit fyrir að við vitnaleiðslur nefndarinnar í dag muni hún skoða tilburði Trumps um að þrýsta á æðstu embættismenn í sjö mikilvægum ríkjum til þess að snúa ósigri hans gegn Joe Biden Bandaríkjaforseta við, vikurnar eftir kosningarnar árið 2020.

Gæti verið lögbrot

Nefndin mun beina sjónum sínum að því hvernig fyrrnefnd áætlun, sem gæti hafa verið ólögleg, lagði grunninn að markmiði Trumps um að láta varaforsetann Mike Pence neita að staðfesta sigur Bidens í ákveðnum ríkjum.

„Við munum sýna sönnunargögn um þátttöku forsetans í þessari áætlun,“ sagði þingmaður Demókrata, Adam Schiff, sem situr í nefndinni og leiðir vitnaleiðslurnar, við CNN á sunnudag.

Eins og áður hefur komið fram staðfesti Pence sigur Bidens og sagði hann í byrjun árs að hann hefði ekki haft neinn rétt til þess að snúa niðurstöðum kosninganna við.

mbl.is