Eitt mesta hækkunarskeið á íbúðamarkaði

Húsnæðismarkaðurinn | 22. júní 2022

Eitt mesta hækkunarskeið á íbúðamarkaði

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tæp 34% frá því í febrúar í fyrra en íbúðalán voru þá með hagstæðasta móti í kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans. Hefur vísitalan raunar hækkað um rúm 43% síðan Seðlabankinn hóf að lækka vexti í febrúar 2020, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Eitt mesta hækkunarskeið á íbúðamarkaði

Húsnæðismarkaðurinn | 22. júní 2022

mbl.is/Hákon Pálsson

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tæp 34% frá því í febrúar í fyrra en íbúðalán voru þá með hagstæðasta móti í kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans. Hefur vísitalan raunar hækkað um rúm 43% síðan Seðlabankinn hóf að lækka vexti í febrúar 2020, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tæp 34% frá því í febrúar í fyrra en íbúðalán voru þá með hagstæðasta móti í kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans. Hefur vísitalan raunar hækkað um rúm 43% síðan Seðlabankinn hóf að lækka vexti í febrúar 2020, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Bankarnir breyttu markaðnum

Leita þarf aftur til tímabilsins frá febrúar 2004 til maí 2005 til að finna viðlíka hækkanir en vísitalan hækkaði þá um 46%. Til upprifjunar komu einkabankarnir af krafti inn á íbúðalánamarkaðinn haustið 2004. Það breytti markaðnum og brugðust Íbúðalánasjóður og sparisjóðirnir við aukinni samkeppni með því að auka lánveitingar til tekjulágra.

Hækkanirnar undanfarið má einnig bera saman við tímabilið frá febrúar 2016 til maí 2017 en þá birtist mikill uppgangur í ferðaþjónustu í útleigu á þúsundum íbúða til ferðamanna. Jók það eftirspurn eftir íbúðum, ekki síst í miðborginni.

Seðlabankinn hefur sex sinnum hækkað meginvexti frá því í maí 2021 eða úr 0,75 prósentum í 3,75 prósentur. Bankinn greinir frá vaxtaákvörðun í dag og er almennt búist við vaxtahækkun.

Hafa ekki slegið á hækkanir

Þrátt fyrir þessar vaxtahækkanir hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað í hverjum einasta mánuði frá maí 2021.

Nokkrir þættir hafa stuðlað að hækkunum. Lægri vextir sköpuðu kauptækifæri, verðbólga var lág og eftirspurnin mikil. Vegna kórónuveirufaraldursins lögðust utanlandsferðir nær af og margir notuðu tækifærið og gerðu upp íbúðarhúsnæði. Það skilaði sér ef húsnæðið var selt og jók um leið kaupgetu á öðru húsnæði.

mbl.is