Draga fram sóttvarnagallann í auknum mæli

Kórónuveiran COVID-19 | 23. júní 2022

Draga fram sóttvarnagallann í auknum mæli

Síðastliðinn sólarhring fór slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 110 sjúkraflutninga, en undanfarna daga hefur verkefnum sem tengjast Covid-19 fjölgað. 

Draga fram sóttvarnagallann í auknum mæli

Kórónuveiran COVID-19 | 23. júní 2022

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 110 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 110 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Síðastliðinn sólarhring fór slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 110 sjúkraflutninga, en undanfarna daga hefur verkefnum sem tengjast Covid-19 fjölgað. 

Síðastliðinn sólarhring fór slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 110 sjúkraflutninga, en undanfarna daga hefur verkefnum sem tengjast Covid-19 fjölgað. 

Guðjón Ingason slökkviliðsmaður segir í samtali við mbl.is að þótt Covid-sjúkraflutningar séu ekki orðnir jafn margir og áður verði slökkviliðsmenn varir við aukningu á hverjum degi.

Flytja fólk til og frá Birkiborg 

„Á tímabili var þetta úr sögunni, en nú eru fleiri og fleiri Covid-sýktir að óska eftir sjúkrabíl. Þetta er aðallega eldra fólk sem þarf að komast til og frá Birkiborg.“

Birkiborg hefur verið virkjuð á ný, en um er að ræða Covid-19-einingu utan bráðamóttökunnar, þar sem Covid-sýktir einstaklingar gangast undir læknisskoðun og metið er hvort þeir þurfi á innlögn að halda eða ekki. 

Ráða við ástandið

Slökkviliðið fylgist með þróuninni og bregst við ef þarf, með aukinni mönnun vakta. „Við ráðum við þetta í dag, en á sínum tíma var það breytilegt, við bæði fjölguðum og skárum niður mannskap,“ segir Guðjón.

Slökkviliðsmenn sem sinna Covid-tengdnum útköllum þurfa að klæða sig upp í svokallaðan sóttvarnagalla og bera andlitsgrímur. Guðjón viðurkennir að þeir hafi verið farnir að vonast til þess að þurfa ekki að grípa í þann búnað á ný, „en svona er þetta bara, við höldum okkar striki“.

mbl.is