Græddu ekki mikið á bólusetningu barna

Kórónuveiran Covid-19 | 23. júní 2022

Græddu ekki mikið á bólusetningu barna

„Við erum orðin vitrari og myndum ekki gera það sama í dag,“ sagði Søren Brostrøm, yfirmaður dönsku heilbrigðismálastofnunarinnar, um bólusetningar barna gegn kórónuveirunni í viðtali við dönsku fréttastofuna TV2.

Græddu ekki mikið á bólusetningu barna

Kórónuveiran Covid-19 | 23. júní 2022

Sex ára barn fær bólusetningu við kórónuveirunni í nóvember á …
Sex ára barn fær bólusetningu við kórónuveirunni í nóvember á síðasta ári. AFP

„Við erum orðin vitrari og myndum ekki gera það sama í dag,“ sagði Søren Brostrøm, yfirmaður dönsku heilbrigðismálastofnunarinnar, um bólusetningar barna gegn kórónuveirunni í viðtali við dönsku fréttastofuna TV2.

„Við erum orðin vitrari og myndum ekki gera það sama í dag,“ sagði Søren Brostrøm, yfirmaður dönsku heilbrigðismálastofnunarinnar, um bólusetningar barna gegn kórónuveirunni í viðtali við dönsku fréttastofuna TV2.

Síðasta sumar var börnum á aldrinum 12-15 ára í Danmörku boðið að fá bólusetningu gegn kórónuveirunni. Í nóvember var síðan mælt með bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára.

Segir í frétt TV2 að bólusetningarnar hafi þá aðallega verið til að stemma stigu við faraldrinum en ekki verið barnanna vegna.

Mistök miðað við upplýsingarnar í dag

Aðspurður sagði Brostrøm að miðað við upplýsingarnar sem við búum yfir í dag hafi verið mistök að bólusetja börn en miðað við upplýsingarnar sem við höfðum þá hafi það ekki verið mistök.

„Eftir á að hyggja græddum við ekki mikið á að bólusetja börn þegar kom að því að berjast við faraldurinn. En þetta vitum við eftir á,“ sagði hann.

„Mig langar að horfa í augun á öllum foreldrum barna sem hafa bólusett barnið sitt og segja: „Þú gerðir rétt og takk fyrir að hlusta.“ En á sama tíma – og það er mikilvægt til að viðhalda trausti – skal ég viðurkenna og segja að við erum orðin vitrari og myndum ekki gera það sama í dag. Og það munum við ekki gera í framtíðinni heldur,“ bætti Brostrøm við.

Ríkisstjórn Danmerkur tilkynnti í gær að þau myndu bjóða áhættuhópum upp á fjórða skammt bóluefnisins í næstu viku og að öllum yfir fimmtugt byðist skammturinn í haust.

mbl.is