Bóluefnin hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Bólusetningar við Covid-19 | 24. júní 2022

Bóluefnin hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Bóluefni við Covid-19 sjúkdómnum björguðu nærri 20 milljónum mannslífa á fyrsta árinu eftir að þau voru tekin í notkun, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í The Lancet Infectious Disease í dag. 

Bóluefnin hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Bólusetningar við Covid-19 | 24. júní 2022

Bólusetning við kórónuveirunni.
Bólusetning við kórónuveirunni. AFP/Christof Stache

Bóluefni við Covid-19 sjúkdómnum björguðu nærri 20 milljónum mannslífa á fyrsta árinu eftir að þau voru tekin í notkun, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í The Lancet Infectious Disease í dag. 

Bóluefni við Covid-19 sjúkdómnum björguðu nærri 20 milljónum mannslífa á fyrsta árinu eftir að þau voru tekin í notkun, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í The Lancet Infectious Disease í dag. 

Byggir rannsóknin á gögnum frá 185 löndum frá tímabilinu 8. desember 2020 til 8. desember 2021. Þetta mun vera fyrsta rannsóknin þar sem gerð er tilraun til að leggja mat á hversu mörg dauðsföll bóluefnin komu í veg fyrir.

Hefði verið hægt að bjarga fleirum

Samkvæmt niðurstöðunum hefðu 31,4 milljónir manna látið lífið sem sýktust af kórónaveirunni ef ekki hefði verið fyrir bóluefnin sem björguðu 19,8 milljónum einstaklinga. 

Einnig hefði mögulega verið hægt að bjarga 600 þúsund til viðbótar ef Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefði tekist að uppfylla markmið sitt um að bólusetja 40% heimsbyggðarinnar fyrir lok 2021. 

Ef bóluefnin hefðu verið aðgengilegri víðar í heiminum hefði verið hægt að koma í veg fyrir milljónir dauðsfalla til viðbótar.

Kína ekki hluti af rannsókninni

Í rannsókninni voru m.a. notuð opinber gögn um fjölda dauðsfalla en þegar þau voru ekki til staðar voru notaðar áætlaðar tölur.

Líkanið sem var notað gerði grein fyrir breytileika í tíðni bólusetninga milli landa, sem og mismun í virkni bóluefna sem voru notuð í hverju landi.

Kína var ekki hluti af rannsókninni vegna fjölda íbúa og strangra samkomutakmarkana.

Samkvæmt WHO er búið að staðfesta 6,3 milljónir dauðsfalla vegna Covid-19. Stofnunin telur þó líklegt að fjöldinn geti verið mun hærri, allt að 15 milljónum, þegar bæði beinar og óbeinar orsakir dauðsfallanna eru teknar með í reikninginn.

mbl.is