Verðleiðréttingar á fasteignamarkaði sennilegar

Vextir á Íslandi | 24. júní 2022

Verðleiðréttingar á fasteignamarkaði sennilegar

„Allir eignamarkaðir fylgjast að. Það er bara spurning hvenær þeir koma inn. Eignamarkaður eftir málverkum fylgir þessu líka. Það hafa átt sér stað lækkanir á hlutabréfamarkaði sem að einhverju leyti er eðlileg aðlögun að breyttum aðstæðum. Hlutabréfamarkaðurinn byrjaði að hækka og fasteignamarkaðurinn elti. Þannig að það sem er að fara að gerast núna er endurmat á eignamarkaði sem er að eiga sér stað. Hlutabréfamarkaðurinn er fyrstur og það er ekki ólíklegt að það fylgi eitthvað endurmat á fasteignamarkaðnum líka.“

Verðleiðréttingar á fasteignamarkaði sennilegar

Vextir á Íslandi | 24. júní 2022

„Allir eignamarkaðir fylgjast að. Það er bara spurning hvenær þeir koma inn. Eignamarkaður eftir málverkum fylgir þessu líka. Það hafa átt sér stað lækkanir á hlutabréfamarkaði sem að einhverju leyti er eðlileg aðlögun að breyttum aðstæðum. Hlutabréfamarkaðurinn byrjaði að hækka og fasteignamarkaðurinn elti. Þannig að það sem er að fara að gerast núna er endurmat á eignamarkaði sem er að eiga sér stað. Hlutabréfamarkaðurinn er fyrstur og það er ekki ólíklegt að það fylgi eitthvað endurmat á fasteignamarkaðnum líka.“

„Allir eignamarkaðir fylgjast að. Það er bara spurning hvenær þeir koma inn. Eignamarkaður eftir málverkum fylgir þessu líka. Það hafa átt sér stað lækkanir á hlutabréfamarkaði sem að einhverju leyti er eðlileg aðlögun að breyttum aðstæðum. Hlutabréfamarkaðurinn byrjaði að hækka og fasteignamarkaðurinn elti. Þannig að það sem er að fara að gerast núna er endurmat á eignamarkaði sem er að eiga sér stað. Hlutabréfamarkaðurinn er fyrstur og það er ekki ólíklegt að það fylgi eitthvað endurmat á fasteignamarkaðnum líka.“

Þannig kemst Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að orði í viðtali í Dagmálum þegar rætt er um nýjustu vaxtahækkun Seðlabanka Íslands en hún nam 100 punktum. Standa nú meginvextir bankans í 4,75%.

Var Ásgeir þá spurður út í hvort von væri á sams konar breytingum á fasteignamarkaði og hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Úrvalsvísitalan íslenska hefur lækkað um hartnær 25% frá áramótum.

„Nei það held ég ekki.“

Hvernig gerist það þá?

Það er erfitt að gera sér grein fyrir því. Það er skortur á eignum. Framboðið hefur átt erfitt með að bregðast við. Það sem gerist eins og fasteignamarkaður lækkar yfirleitt að raunvirði. Nafnverðshækkanir eru að hækka og verðbólgan étur upp raunvirðið. Þannig gerist það yfirleitt.

Þannig að það gerist þá með ósýnilegum hætti?

„Já, svona íslenskum hætti. En fasteignaverð hefur hækkað meira en forsendur standa til. Það verður líka að hafa í huga að launin hafa hækkað. Heimilin eyða svipuðu hlutfalli af launum, í kringum 20% og eru búin að gera í 120 ár frá því að Hagstofan fór að mæla þetta.“

Ítrekar Ásgeir að Seðlabankinn geti ekki stjórnað fasteignaverðinu en að hann geti stýrt ákveðnum hlutum. Er hann þá spurður hvort Seðlabankinn eigi að vera að stjórna fasteignamarkaðnum. Ásgeir segir það góða spurningu enda sé verðbólga samsett úr mörgum ólíkum þáttum. Hann telur mikilvægast að bankinn standi á móti því að það verði til lánabóla á markaðnum.

Viðtalið við Ásgeir má lesa í heild sinni hér:

mbl.is