Díana heitin sendi leyniskilaboð með klæðaburði

Kóngafólk í fjölmiðlum | 25. júní 2022

Díana heitin sendi leyniskilaboð með klæðaburði

Sérfræðingar í tísku vilja meina að fræga fólkið geri í því að senda ákveðin skilaboð í gegnum klæðnað sinn. Skilaboð sem venjulegt fólk les ekkert endilega í þegar það sér sínar uppáhaldsstjörnur ganga rauða dregilinn. 

Díana heitin sendi leyniskilaboð með klæðaburði

Kóngafólk í fjölmiðlum | 25. júní 2022

Díana prinsessa sendi ítrekað skilaboð í gegnum klæðnað sinn.
Díana prinsessa sendi ítrekað skilaboð í gegnum klæðnað sinn. Samsett mynd

Sérfræðingar í tísku vilja meina að fræga fólkið geri í því að senda ákveðin skilaboð í gegnum klæðnað sinn. Skilaboð sem venjulegt fólk les ekkert endilega í þegar það sér sínar uppáhaldsstjörnur ganga rauða dregilinn. 

Sérfræðingar í tísku vilja meina að fræga fólkið geri í því að senda ákveðin skilaboð í gegnum klæðnað sinn. Skilaboð sem venjulegt fólk les ekkert endilega í þegar það sér sínar uppáhaldsstjörnur ganga rauða dregilinn. 

Í gegnum tíðina hafa tískusérfræðingar rýnt í klæðaburð þeirra sem feta frægðarbrautina á einum tíma til annars og talið sig geta greint líðan og hugsanir fræga fólksins. Lúmsk og áhrifamikil skilaboð hafa verið send til heimsbyggðarinnar með klæðaburði samkvæmt tískusérfræðingum og er Díana prinsessa sögð hafa ítrekað nýtt sér þessa leið til að tjá tilfinningar sínar. Díana prinsessa var betri í því en flestir aðrir að tjá sig út frá innihaldi fataskápsins en mörg af hennar þekktustu útlitum bera þess merki.

Í nýútkominni bók sem nefnist The Lady Di Look Book og er eftir Eloise Moran má sjá myndir þessum hugmyndum til stuðnings. Fréttamiðillinn The Sun greindi frá.

Hefnd

Eitt af þekktustu útlitum Díönu prinsesssu var kjóllinn sem hún klæddist við kvöldverð í garði Kensington-hallar árið 1994. Síddin á kjólnum, sem skarst rétt ofan við hnén, var sögð tákna hefnd vegna þess að sama kvöld og Díana klæddist kjólnum viðurkenndi Karl Bretaprins í sjónvarpsviðtali að hann hafi átt í framhjáhaldi. Hafði hún ákveðið að hefna sín og fara í bága við reglur konungsfjölskyldunnar.

Í bókinni The Lady Di Look Bokk skrifar höfundurinn að skilaboð Díönu hafi verið skýr þetta kvöld. „Hún hafði stjórn á eigin ákvörðunum og var tilbúin að koma fleirum en áður á óvart. Hjónaband hennar var hvort sem er dautt. Hún reyndi að halda áfram með lífið.“

Svarti sauðurinn

Díana virtist tjá sig og tilfinningar sínar í gegnum klæðnaðinn í auknum mæli eftir að erfiðleikarnir í hjónabandi hennar og Karls Bretaprins komu upp á yfirborðið. Hins vegar klæddist hún peysu á pólóleik árið 1981 sem vakti mikla eftirtekt og sendi alls kyns vísbendingar um að henni hafi liðið utangarðs í konungsfjölskyldunni. Peysan var rauð og hvít að lit og skreytt hjörð af hvítu sauðfé. Það sem gerði peysuna eftirtektarverða var að einn svartur sauður stóð upp úr og fangaði allra athygli. 

„Ekki svo lúmsk skilaboð fyrir 19 ára gamla konu sem hafði verið ýtt af fullum krafti inn í ströng lögmál og siðareglur konungsfjölskyldunnar,“ segir Moran í bók sinni.

Almenningsálit

Díana prinsessa þótti virkilega samkvæm sjálfri sér. Margir dýrkuðu hana og dáðu fyrir það eitt að vera alltaf á jörðinni þrátt fyrir að vera ein frægasta kona á jarðkringlunni. Í London-maraþoninu árið 1988 klæddist Díana peysu sem bar merki lestarstöðvarinnar þar í borg, London Underground. Samkvæmt lífverði Díönu, Ken Wharfe, gerði það mikið fyrir hana að ferðast með neðanjarðarlestum ásamt sonum sínum; Vilhjálmi og Harry, þegar þeir voru börn. Henni þótti ekkert skemmtilegra.

mbl.is