Engin smit greindust í Sjanghaí

Kórónuveiran COVID-19 | 25. júní 2022

Engin smit greindust í Sjanghaí

Engin Covid-smit greinast nú í Sjanghaí í Kína, í fyrsta skipti síðan í marsmánuði. Borgarbúar hafa þurft að sitja undir ströngum sóttvarnatakmörkunum þar sem markmið yfirvalda þar er að engin smit greinist. 

Engin smit greindust í Sjanghaí

Kórónuveiran COVID-19 | 25. júní 2022

Engin ný smit greindust í dag í Sjanghaí.
Engin ný smit greindust í dag í Sjanghaí. Ljósmynd/Yufeng Fei

Engin Covid-smit greinast nú í Sjanghaí í Kína, í fyrsta skipti síðan í marsmánuði. Borgarbúar hafa þurft að sitja undir ströngum sóttvarnatakmörkunum þar sem markmið yfirvalda þar er að engin smit greinist. 

Engin Covid-smit greinast nú í Sjanghaí í Kína, í fyrsta skipti síðan í marsmánuði. Borgarbúar hafa þurft að sitja undir ströngum sóttvarnatakmörkunum þar sem markmið yfirvalda þar er að engin smit greinist. 

Útgöngubönn, viðamiklar skimanir og sóttkví hafa verið raunin fyrir íbúa borgarinnar síðustu mánuði eftir að Ómíkron tók að dreifa sér í vor en á sama tíma var gripið til takmarkana í Peking í nokkrar vikur. 

Skólar aftur opnaðir í Peking

Takmörkunum í Sjanghaí var að mestu leyti aflétt í byrjun júní en einstaka hverfi hafa þurft að sæta sóttvarnatakmörkunum vegna smita sem hafa komið upp. Fljótlega eftir að smit fóru að greinast á ný var aftur gripið til takmarkana.

Í maímánuði fækkaði smitum í Peking og var takmörkunum aflétt en skömmu síðar var aftur hert. Þó hefur tilfelllum fækkað aftur og er fyrirhugað að grunn- og framhaldsskólar verði aftur opnaðir á mánudaginn.

mbl.is