Tvær áhrifamiklar með eins klippingu

Kardashian | 25. júní 2022

Tvær áhrifamiklar með eins klippingu

Hárprúða raunveruleikastjarnan Kim Kardashian frumsýndi nýja hárgreiðslu á dögunum. Segja má að Kardashian hafi algerlega skipt um stíl en hún hefur nú sagt skilið við hárgreiðsluna sem hefur einkennt útlit hennar um nokkurra ára skeið. 

Tvær áhrifamiklar með eins klippingu

Kardashian | 25. júní 2022

Kim Kardashian og Anna Wintour.
Kim Kardashian og Anna Wintour. Skjáskot/Instagram

Hárprúða raunveruleikastjarnan Kim Kardashian frumsýndi nýja hárgreiðslu á dögunum. Segja má að Kardashian hafi algerlega skipt um stíl en hún hefur nú sagt skilið við hárgreiðsluna sem hefur einkennt útlit hennar um nokkurra ára skeið. 

Hárprúða raunveruleikastjarnan Kim Kardashian frumsýndi nýja hárgreiðslu á dögunum. Segja má að Kardashian hafi algerlega skipt um stíl en hún hefur nú sagt skilið við hárgreiðsluna sem hefur einkennt útlit hennar um nokkurra ára skeið. 

Þrátt fyrir að hár sé bara hár þá má sjá tölvuverða breytingu á útliti Kardashians eftir að dökku, síðu lokkarnir fengu að fjúka. Skartar hún nú platínum-ljósu hári sem klippt hefur verið til í svokallaða bob-klippingu. Fréttamiðillinn Daily Star greindi frá.

Sumir vilja þó meina að um hárkollu sé að ræða en Kardashian deildi tveimur rándýrum myndum af sér með tískugoðinu Önnu Wintour, ritstjóra tískutímaritsins Vogue, þar sem þær flögguðu svipuðum hárgreiðslum. Bob-klippingar hafa lengi verið í tísku og eru oft taldar nokkuð klassískar en óhætt er að segja að Anna Wintour sé tákngervingur bob-klippinganna. Slíkri klippingu hefur hún skartað í háa herrans tíð.

„Bobbsey tvíburar,“ skrifaði Kardashian við myndafærsluna og benti þar með á líkindin á meðal tveggja áhrifamestu kvenna í heimi.

Það virðist ekki skipta máli hvaða útlistbreytingum Kardashian-systur taka, það fer þeim allt vel.

View this post on Instagram

A post shared by @kimkardashian

mbl.is