Hertogaynjan klæddist fullum herklæðum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 27. júní 2022

Hertogaynjan klæddist fullum herklæðum

Hertogaynjan af Cambridge, Katrín Middleton, birti myndir af sjálfri sér á Instagram um liðna helgi þar sem hún klæddist fullum herklæðum. Dagur breska hersins er árlega haldinn hátíðlegur í lok júnímánaðar og fór fram um liðna helgi.

Hertogaynjan klæddist fullum herklæðum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 27. júní 2022

Katrín, hertogaynja af Cambridge.
Katrín, hertogaynja af Cambridge. Skjáskot/Instagram

Hertogaynjan af Cambridge, Katrín Middleton, birti myndir af sjálfri sér á Instagram um liðna helgi þar sem hún klæddist fullum herklæðum. Dagur breska hersins er árlega haldinn hátíðlegur í lok júnímánaðar og fór fram um liðna helgi.

Hertogaynjan af Cambridge, Katrín Middleton, birti myndir af sjálfri sér á Instagram um liðna helgi þar sem hún klæddist fullum herklæðum. Dagur breska hersins er árlega haldinn hátíðlegur í lok júnímánaðar og fór fram um liðna helgi.

Til heiðurs hernum klæddist Katrín herklæðum í tilefni dagsins og minntist þjónustu hermanna og aðstandenda þeirra í gegnum tíðina. 

„Í dag á Herdaginn, viljum við William heiðra alla þá hugrökku menn og konur fyrr og síðar fyrir að hafa þjónað okkur í vopnuðum hersveitum. Hvort sem það er á sjó, á landi eða í lofti hér í Bretlandi og um allan heim. Þakka ykkur fyrir allt sem þið og fjölskyldur ykkar hafa fórnað til að halda okkur öruggum,“ skrifaði Katrín við myndafærsluna sem sýndi hana í fullum skrúða.

Katrín var mætt til herþjálfunarmiðstöðvarinnar í Pirbright, sem staðsett er um það bil 50 kílómetra vestur af Lundúnum, á laugardaginn til að halda heiðri hermanna víða um heim á lofti og kynnast starfi þeirra betur með virkri þátttöku.

mbl.is