Ofursnekkja olígarka á uppboð

Úkraína | 27. júní 2022

Ofursnekkja olígarka á uppboð

Ofursnekkja í eigu rússneska olígarkans Dmitrí Púmpjanskí verður sett á uppboð, að því er dómstóll í Gíbraltar hefur úrskurðað. Gíbraltar er höfði rétt við syðsta hluta Spánar undir yfirráðum Breta. 

Ofursnekkja olígarka á uppboð

Úkraína | 27. júní 2022

Snekkjan var tekin eignarnámi og nú fer hún á uppboð.
Snekkjan var tekin eignarnámi og nú fer hún á uppboð.

Ofursnekkja í eigu rússneska olígarkans Dmitrí Púmpjanskí verður sett á uppboð, að því er dómstóll í Gíbraltar hefur úrskurðað. Gíbraltar er höfði rétt við syðsta hluta Spánar undir yfirráðum Breta. 

Ofursnekkja í eigu rússneska olígarkans Dmitrí Púmpjanskí verður sett á uppboð, að því er dómstóll í Gíbraltar hefur úrskurðað. Gíbraltar er höfði rétt við syðsta hluta Spánar undir yfirráðum Breta. 

Stjórnvöld í Gíbraltar tóku snekkju Púmpjanskí eignarnámi í mars eftir að viðskiptaþvinganir gegn rússneskum stjórnvöldum tóku gildi vegna Úkraínustríðsins eftir kvörtun frá bandaríska bankanum JP Morgan. Snekkjan er 72 metrar á lengd, af gerðinni MV Axioma.

Hafði tekið lán hjá JP Morgan

Bankinn lánaði félagi á Jómfrúareyjunum 20,5 milljónir evra eða það sem nemur 2,9 milljörðum króna. Félag olígarkans á hlut í umræddu félagi og voru eigur hans því frystar, þar á meðal snekkjan. JP Morgan taldi þá að slíkt væri brot á lánssamningi síns og Púmpjanskí og kvartaði því bankinn til stjórnvalda.

Fór svo að JP Morgan óskaði eftir að bresk stjórnvöld tækju snekkjuna eignarnámi til þess að borga upp lánið. Ákvað Hæstiréttur í kjölfarið að setja snekkjuna á uppboð. Stjórnvöld á Spáni, Ítalíu og Frakklandi hafa einnig tekið snekkjur ólígarka eignarnámi til þess að framfylgja viðskiptaþvingunum í garð Rússa.

mbl.is