144 hermenn lausir eftir fangaskipti

Úkraína | 29. júní 2022

144 hermenn lausir eftir fangaskipti

Úkraínska leyniþjónustan segir að 144 úkraínskir hermenn, þar af 95 sem reyndu að verja Azovstal-stálverksmiðjuna í hafnarborginni Maríupol, hafi verið látnir lausir í gegnum fangaskipti við Rússa.

144 hermenn lausir eftir fangaskipti

Úkraína | 29. júní 2022

Rússneskur hermaður skammt frá Azovstal-verksmiðjunni.
Rússneskur hermaður skammt frá Azovstal-verksmiðjunni. AFP

Úkraínska leyniþjónustan segir að 144 úkraínskir hermenn, þar af 95 sem reyndu að verja Azovstal-stálverksmiðjuna í hafnarborginni Maríupol, hafi verið látnir lausir í gegnum fangaskipti við Rússa.

Úkraínska leyniþjónustan segir að 144 úkraínskir hermenn, þar af 95 sem reyndu að verja Azovstal-stálverksmiðjuna í hafnarborginni Maríupol, hafi verið látnir lausir í gegnum fangaskipti við Rússa.

„Þetta eru umfangsmestu skiptin síðan við upphaf allsherjarinnrásar Rússa. Af þeim 144 sem voru frelsaðir voru 95 sem vörðu Azovstal,“ greindi yfirmaður leyniþjónustunnar hjá úkraínska varnarmálaráðuneytinu frá á Telegram.

Hann sagði ekki frá því hvar fangaskiptin áttu sér stað eða hversu mörgum rússneskum föngum hafi verið sleppt lausum.

mbl.is