R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi

MeT­oo - #Ég líka | 29. júní 2022

R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi

Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að hafa, í áratugi, leitt glæpastarfsemi sem gekk út á mansal og vændi.

R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi

MeT­oo - #Ég líka | 29. júní 2022

Tónlistarmaðurinn R. Kelly.
Tónlistarmaðurinn R. Kelly. AFP

Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að hafa, í áratugi, leitt glæpastarfsemi sem gekk út á mansal og vændi.

Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að hafa, í áratugi, leitt glæpastarfsemi sem gekk út á mansal og vændi.

Saksóknarar höfðu hvatt dómstólinn til að setja hann á bak við lás og slá í að minnsta kosti 25 ár en Kelly var sakfelldur fyrir alla þá níu ákæruliði sem beindust að honum í september.

Lizette Martinez, eitt fórnarlamba Kelly, sagði blaðamönnum fyrir utan dómshúsið að hún væri þakklát fyrir það að hann gæti ekki skaðað fleiri.

„Það verður að vernda almenning fyrir hegðun sem þessari,“ sagði Dómarinn Ann Donnelly.

Tvö önnur mál fyrirhuguð

Val á kviðdómi í öðru mál gegn Kelly í Chicago á að hefjast 15. ág­úst. Það teng­ist tveim­ur fyrr­ver­andi sam­starfs­mönn­um hans og máli gegn söngv­ar­an­um frá árinu 2008. Tvö önn­ur mál gegn Kelly eru einnig fyr­ir­huguð í tveim­ur öðrum ríkj­um.

Litið var á sak­fell­ingu Kelly í New York sem stór­an áfanga fyr­ir #MeT­oo-hreyf­ing­una. Var það í fyrsta sinn sem stór rétt­ar­höld voru hald­in vegna kyn­ferðis­legr­ar mis­notk­un­ar þar sem svart­ar kon­ur voru í meiri­hluta þeirra sem stigu fram með ásak­an­ir.

mbl.is