Segir leikhúsið hafa verið „myrt“

Úkraína | 30. júní 2022

Segir leikhúsið hafa verið „myrt“

Rússneski kvikmyndaleikstjórinn Kirill Serebrennikov, sem yfirgaf heimalandið eftir að hafa gagnrýnt stjórnvöld vegna stríðsins í Úkraínu, hefur sakað yfirvöld um að hafa „myrt“ fyrrum leikhús hans sem hann hafði byggt upp sem úrvals menningarvettvang.

Segir leikhúsið hafa verið „myrt“

Úkraína | 30. júní 2022

Frá Moskvu.
Frá Moskvu. AFP

Rússneski kvikmyndaleikstjórinn Kirill Serebrennikov, sem yfirgaf heimalandið eftir að hafa gagnrýnt stjórnvöld vegna stríðsins í Úkraínu, hefur sakað yfirvöld um að hafa „myrt“ fyrrum leikhús hans sem hann hafði byggt upp sem úrvals menningarvettvang.

Rússneski kvikmyndaleikstjórinn Kirill Serebrennikov, sem yfirgaf heimalandið eftir að hafa gagnrýnt stjórnvöld vegna stríðsins í Úkraínu, hefur sakað yfirvöld um að hafa „myrt“ fyrrum leikhús hans sem hann hafði byggt upp sem úrvals menningarvettvang.

Á miðvikudagskvöld tilkynntu yfirvöld í Rýsslandi um leiðtogaskipti í nokkrum af helstu leikhúsum höfuðborgarinnar Moskvu, þar á meðal í Gogol miðstöðinni og Soveremennik. 

Þá sögðu yfirvöld að Gogol miðstöðin myndi aftur fá sitt gamla nafn: Nikolai Gogol leikhúsið.

Leikverkið „Ég tek ekki þátt í stríði

Á árunum 2012 til 2021 var Serebrennikov listrænn stjórnandi Gogol miðstöðvarinnar, sem hann gerði að alþjóðlegum menningarvettvangi.

„Já. Gogol miðstöðinni hefur verið lokað. Þannig er það,“ skrifaði Serebrennikov á skilaboðaforritinu Telegram. 

„Frá sjónarhóli listarinnar er þetta ekki bara skemmdarverk – þetta er morð.“

Hann sagði að síðasta leikverk Gogol miðstöðvarinnar verði leikrit sem heitir „Ég tek ekki þátt í stríði“.

mbl.is