Covid-19 hafi flogið til Norður-Kóreu úr suðri

Kórónuveiran COVID-19 | 1. júlí 2022

Covid-19 hafi flogið til Norður-Kóreu úr suðri

Covid-19 faraldurinn kom til Norður-Kóreu með „framandi hlutum“ sem höfðu lent nálægt landamærum landsins við Suður-Kóreu, hefur BBC eftir ríkisfjölmiðli í Norður-Kóreu.

Covid-19 hafi flogið til Norður-Kóreu úr suðri

Kórónuveiran COVID-19 | 1. júlí 2022

Kim Jong Un, leiðtogi Norður Kóreu.
Kim Jong Un, leiðtogi Norður Kóreu. AFP/KCNA (ríkisfjölmiðill Norður Kóreu) KNS

Covid-19 faraldurinn kom til Norður-Kóreu með „framandi hlutum“ sem höfðu lent nálægt landamærum landsins við Suður-Kóreu, hefur BBC eftir ríkisfjölmiðli í Norður-Kóreu.

Covid-19 faraldurinn kom til Norður-Kóreu með „framandi hlutum“ sem höfðu lent nálægt landamærum landsins við Suður-Kóreu, hefur BBC eftir ríkisfjölmiðli í Norður-Kóreu.

Borgarar landsins voru hvattir til að vera á verði í kringum hluti sem gætu hafa fokið yfir landamærin úr suðri.

Árum saman hafa aðgerðarsinnar í Suður-Kóreu sleppt blöðrum yfir landamærin til norðurs til að senda bæklinga og mannúðaraðstoð til íbúa Norður Kóreu. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja „engan möguleika“ á því að Covid-19 veiran gæti hafa komist til nágranna sinna með þessum hætti.

Samkvæmt ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu leiddi opinber rannsókn í ljós að 18 ára hermaður og 5 ára barn hafi greinst með Covid-19 snemma í apríl eftir að þau fundu framandi hluti nálægt landamærum við Suður-Kóreu.

Í kjölfar þess hafi „fólskulega Covid-19 veiran dreift sér hratt um Norður-Kóreu“.

mbl.is