„Ég veit ekki hvort ég á að syrgja eða ekki“

Áhugavert fólk | 1. júlí 2022

„Ég veit ekki hvort ég á að syrgja eða ekki“

Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta flaug heim frá Búlgaríu í gær og er nú stödd í sumarfríi á Íslandi. Hún hefur verið töluvert í fréttum síðustu daga eftir að bandaríska alríkislögreglan (FBI) birti lista yfir eftirsóttustu glæpamenn heims. Á listanum er Ruja Ignatova vinkona Ásdísar Ránar en sú fyrrnefnda hvarf 2017 eftir að hafa verið sökuð um svik í tengslum við rafmyntina OneCoin. Í mars á þessu ári lék Ásdís Rán í tveimur heimildamyndaþáttaröðum sem eru í vinnslu vegna Ignatova. Ásdís Rán segir að hennar aðkoma sé að segja söguna út frá hennar raunveruleika ekki út frá eftirlýstum glæpamanni. 

„Ég veit ekki hvort ég á að syrgja eða ekki“

Áhugavert fólk | 1. júlí 2022

Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ruja Ignatova áður en sú síðarnefnda …
Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ruja Ignatova áður en sú síðarnefnda hvarf. Ljósmynd/Ásdís Rán

Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta flaug heim frá Búlgaríu í gær og er nú stödd í sumarfríi á Íslandi. Hún hefur verið töluvert í fréttum síðustu daga eftir að bandaríska alríkislögreglan (FBI) birti lista yfir eftirsóttustu glæpamenn heims. Á listanum er Ruja Ignatova vinkona Ásdísar Ránar en sú fyrrnefnda hvarf 2017 eftir að hafa verið sökuð um svik í tengslum við rafmyntina OneCoin. Í mars á þessu ári lék Ásdís Rán í tveimur heimildamyndaþáttaröðum sem eru í vinnslu vegna Ignatova. Ásdís Rán segir að hennar aðkoma sé að segja söguna út frá hennar raunveruleika ekki út frá eftirlýstum glæpamanni. 

Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta flaug heim frá Búlgaríu í gær og er nú stödd í sumarfríi á Íslandi. Hún hefur verið töluvert í fréttum síðustu daga eftir að bandaríska alríkislögreglan (FBI) birti lista yfir eftirsóttustu glæpamenn heims. Á listanum er Ruja Ignatova vinkona Ásdísar Ránar en sú fyrrnefnda hvarf 2017 eftir að hafa verið sökuð um svik í tengslum við rafmyntina OneCoin. Í mars á þessu ári lék Ásdís Rán í tveimur heimildamyndaþáttaröðum sem eru í vinnslu vegna Ignatova. Ásdís Rán segir að hennar aðkoma sé að segja söguna út frá hennar raunveruleika ekki út frá eftirlýstum glæpamanni. 

Áður en Ásdís Rán ræðir um aðkomu sína að heimildaþáttaröðunum spyr ég hana út í búsetu hennar í Búlgaríu. Fram hefur komið í fréttum að Ásdís Rán búi í íbúð í eigu Ignatova. Ásdís segir það ekki rétt. 

„Íbúðin sem ég bý í í Búlgaríu er í eigu fyrrverandi eiginmanns hennar. Hann er þýskur lögmaður,“ segir Ásdís Rán.

Hún segist hafa búið í þessari íbúð lengi og búseta hennar í íbúðinni sé hluti af viðskiptasamningi sem þær Ignatova gerðu eftir að hafa unnið saman lengi. 

„Við vorum búnar að vinna saman í tíu til 12 ár og þetta var hluti af díl sem við gerðum. Ég var með þessa íbúð og er þar enn,“ segir hún. Aðspurð um leiguna á íbúðinni segist hún ekki greiða leigu. 

Ásdís Rán flutti til Búlgaríu þegar fyrrverandi eignmaður hennar, Garðar Gunnlaugsson, fór að spila fótbolta þar í landi. Hún segir að hún hafi kynnst Ignatova á viðburði. 

„Við kynntumst á stórum viðburði fyrir Grazia tímaritið í Búlgaríu. Ég var að vinna mikið fyrir Grazia á þessum tíma og var sérstakur gestur. Hún nálgaðist mig þar og í kjölfarið kynntumst við og urðum bestu vinkonur. Þetta var á árunum 2009 og 2010. Hún var svo heilluð af hugmyndunum mínum og því sem ég var að gera og ákvað að fjárfesta í framleiðslunni minni hjá Icequeen. Við vorum með það í fimm ár áður en hún byrjaði OneCoin. Við vorum bestu vinkonur og gerðum allt saman. Við ferðumst mikið. Drukkum hvítvín, fórum út að borða og gerðum það sem vinkonur gera,“ segir hún. 

Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ruja Ignatova í teiti í Búlgaríu …
Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ruja Ignatova í teiti í Búlgaríu á vegum tímaritsins Grazia.

Ásdís Rán og Ignatova kynntust var sú síðarnefnda með fyrirtæki sem tengdist áliðnaði í Þýskalandi. 

„Eftir kreppuna fór fyrirtækið hennar á hausinn og allt varð erfiðara í Búlgaríu. Hún var með fyrirtæki í áliðnaði í Þýskalandi en svo fór það á hausinn. Við vorum með búð í molli í Búlgaríu en svo fór mollið á hausinn og þá þurftum við að loka búðinni. Við ákváðum því að leggja niður framleiðsluna á vörunum frá Icequeen. Ári seinna byrjaði hún með OneCoin en ég hef alltaf verið að vinna eitthvað í Icequeen líka þótt við höfum hætt stærstu framleiðslunni,“ segir hún. 

Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ruja Ignatova unnu saman í fyrirtækinu …
Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ruja Ignatova unnu saman í fyrirtækinu Icequeen.

Þú lýsir henni svolítið eins og þið hafið verið saman. Áttuð þið einhvern tímann í ástarsambandi?

„Nei, nei. Við vorum bara bestu vinkonur,“ segir Ásdís Rán. 

Miðað við hvað þær vörðu miklum tíma saman kemur kannski ekki mikið á óvart að það hafi verið leitað til Ásdísar Ránar við gerð tveggja heimildamynda um Ignatova og fjársvikamál hennar. Þegar ég spyr Ásdísi Rán nánar út í þetta segist hún hafa þurft að hugsa sig um og hafi ekki anað út í neitt. 

„Þetta eru heimildamyndir um OneCoin málið sem er eitt af stærstu fjársvikamálum í heiminum í dag. Ég er bara að leika sjálfa mig. Tökur fóru fram í mars og tóku nokkrar vikur. Þættirnir voru teknir upp í Búlgaríu. Fyrsta serían kemur út í haust og þar er ég með stærsta hlutverkið. Svo er annað fyrirtæki að byrja að taka upp fyrir þrjá þætti sem sýndir verða á Netflix,“ segir Ásdís Rán.

Varstu alveg í til í þetta?

„Þetta er búið að vera smá prósess. Ég hef þurft að díla við þá um hvað ég segi og hvað ég segi ekki. Með mínum skilyrðum ákvað ég að taka þátt í þessu,“ segir hún.

Hvað vildir þú ekki segja?

„Ég ætla ekki að ræða það. Það kemur bara í ljós í þáttunum,“ segir hún. 

Fékkstu vel greitt fyrir þetta?

„Ég ætla ekki að tjá mig um það. Þetta er allt mjög persónulegt. Að sjálfsögðu fékk ég greidd. Þetta er vinna. Það er líka verið að gera bækur og bíómynd í Hollywood um þetta mál. Ég er búin að segja nei við flesta. En ákvað að vinna með þessum tveimur,“ segir hún og heldur áfram. 

„Ég vil ekki segja frá þessu í æsifréttamennsku. Ég vil segja söguna eins og hún er. Hún er vinkona mín og ég segi söguna allt öðruvísi en flestir aðrir sem tengjast þessu máli. Ég er eina manneskjan sem umgengst hana sjálfa allan tíma. Ég segi söguna frá hennar hlið á vingjarnlegri hátt en allir hinir sem eru í þessum þáttum. Ég segi frá lífið í raunveruleikanum á meðan á þessu stóð,“ segir Ásdís Rán.

Ásdís segist hafa laðast að Ignatova vegna gáfna hennar. 

„Hún er ótúrlega klár. Ég hef sjaldan kynnst eins klárri manneskju á minni ævi. En hún er líka bara venjuleg stelpa og gerðum skemmtilega hluti saman, fengum okkur hvítvín og fórum út að borða. Hennar plan var alltaf að búa til rafmynt sem myndi skara fram úr bitcoin. Planið var ekki að búa til neina svikamillu,“ segir Ásdís um vinkonu sína.

„Það var kannski of seint að snúa við þegar þetta gerðist,“ segir hún. 

Hvernig þá?

„Það sem ég held að hafi gerst er að OneCoin er að fyrirtækið hafi gengið í gegnum mikla tæknilega örðuleika. Þetta var spurning um tölvukerfi sem vantaði hjá þeim í rafmyntina. Ég held að þau hafi ekki haft nægilega tæknilega vitneskju til þess að redda þessu,“ segir Ásdís Rán. 

Hún fullyrðir að hún viti ekkert um örlög vinkonu sinnar. Þegar hún er spurð að því hvað hún haldi að hafi komið fyrir hana segist hún skipta um skoðun í hverjum mánuði. 

„Ég var með þá skoðun að hún væri í felum en í dag þá held ég að hún sé ekki á lífi. Einhvern veginn finnst mér eins og hún sé ekki á lífi,“ segir hún. 

Þegar fólk missir einhvern nákominn gengur fólk í gegnum sorgarferli. Hvernig hefur þínu sorgarferli verið háttað þegar þú veist ekki hvort hún sé látin eða hún hafi stungið af? Er hægt að syrgja manneskju sem þú veist ekki hvort er á lífi eða ekki? 

„Þetta er svolítið erfitt því tilfinningarnar kastast fram og til baka. Ég veit ekki hvort ég á að syrgja eða ekki. Er hún á lífi eða ekki. Sorgarferlið er skrýtið. Það byrjar ekki. Kannski er hún á lífi og kannski ekki. Stundum veit ég ekki hvernig mér á að líða. Kannski er hún bara með kokteil í hönd á Hawaii. Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir mig og líka fyrir dóttur mína sem þekkti hana vel. Það fylgir þessu mikil sorg,“ segir Ásdís Rán. 

Ruja Ignatova og Ásdís Rán Gunnarsdóttir voru alltaf saman.
Ruja Ignatova og Ásdís Rán Gunnarsdóttir voru alltaf saman. Ljósmynd/Ásdís Rán
Ruja Ignatova og Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Ruja Ignatova og Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Ásdís Rán
Ruja Ignatova og Ásdís Rán í janúar 2016.
Ruja Ignatova og Ásdís Rán í janúar 2016. Ljósmynd/Facebook
mbl.is