Evrópufánanum flaggað í úkraínska þinginu

Úkraína | 1. júlí 2022

Evrópufánanum flaggað í úkraínska þinginu

Evrópufánanum var í dag komið fyrir í þingsal úkraínska þingsins. Verður fáninn við hlið úkraínska fánans fyrir aftan forseta þingsins. Ruslan Stefantsjúk, forseti úkraínska þingsins, segir að um sögulega stund sé að ræða og að draumar séu að rætast. Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, segir aðild Úkraínu að sambandinu vera innan seilingar og að sambandið muni standa við hlið Úkraínu alla leið að inngöngu.

Evrópufánanum flaggað í úkraínska þinginu

Úkraína | 1. júlí 2022

Fána Evrópusambandsins var í morgun flaggað í úkraínska þinginu, Verkhovna …
Fána Evrópusambandsins var í morgun flaggað í úkraínska þinginu, Verkhovna Rada.

Evrópufánanum var í dag komið fyrir í þingsal úkraínska þingsins. Verður fáninn við hlið úkraínska fánans fyrir aftan forseta þingsins. Ruslan Stefantsjúk, forseti úkraínska þingsins, segir að um sögulega stund sé að ræða og að draumar séu að rætast. Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, segir aðild Úkraínu að sambandinu vera innan seilingar og að sambandið muni standa við hlið Úkraínu alla leið að inngöngu.

Evrópufánanum var í dag komið fyrir í þingsal úkraínska þingsins. Verður fáninn við hlið úkraínska fánans fyrir aftan forseta þingsins. Ruslan Stefantsjúk, forseti úkraínska þingsins, segir að um sögulega stund sé að ræða og að draumar séu að rætast. Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, segir aðild Úkraínu að sambandinu vera innan seilingar og að sambandið muni standa við hlið Úkraínu alla leið að inngöngu.

Úkraína sótti um aðild að Evrópusambandinu fljótlega eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu í febrúar, en 23. júní samþykkti Evrópusambandið að veita Úkraínu stöðu umsóknarríkis.

Í dag þegar úkraínska þingið kom saman var fáni Evrópusambandsins borinn inn í þingið og komið fyrir fyrir aftan forseta þingsins. Matti Maasikas, sendiherra Evrópusambandsins í Úkraínu, birti myndskeið af afhöfninni á Twitter og má sjá mikla stemningu meðal þingmanna.

Leyen flutti því næst ræðu fyrir úkraínska þingið í gegnum fjarfundabúnað. Sagði hún Úkraínu eiga mjög skýra Evrópusýn. Hún tók þó fram að langur vegur væri enn framundan varðandi umsóknarferlið sem krefðist mikillar vinnu Úkraínumanna.

Leyen sagði jafnfram að það að Úkraína væri með stöðu umsóknarríkis hefði verið næstum óhugsandi fyrir aðeins fimm mánuðum síðan. Sagði hún jafnframt að meðal krafna sem lægju fyrir áður en umsóknin gæti farið áfram væri að Úkraína breytti fjölmiðlalögum sínum, tæki upp ný lög sem minnkuðu völd olígarka og myndu setja á fót stofnun til að bregðast við spillingu.

mbl.is