Reyna að bjarga tveimur börnum undan rústunum

Úkraína | 1. júlí 2022

Reyna að bjarga tveimur börnum undan rústunum

Að minnsta kosti 19 manns, þar á meðal eitt barn, létust í loftárásum Rússa á suðurhluta Odessa-héraðs í Úkraínu í nótt, að sögn úkraínskra embættismanna. Enn vinna viðbragðsaðilar að því að bjarga tveimur börnum og einum fullorðnum einstakling undan rústum sem orðið hafa til vegna árásanna.

Reyna að bjarga tveimur börnum undan rústunum

Úkraína | 1. júlí 2022

Byggingin sem skemmdist verulega í loftárás.
Byggingin sem skemmdist verulega í loftárás. UKRAINE EMERGENCY MINISTRY PRESS SERVICE/AFP

Að minnsta kosti 19 manns, þar á meðal eitt barn, létust í loftárásum Rússa á suðurhluta Odessa-héraðs í Úkraínu í nótt, að sögn úkraínskra embættismanna. Enn vinna viðbragðsaðilar að því að bjarga tveimur börnum og einum fullorðnum einstakling undan rústum sem orðið hafa til vegna árásanna.

Að minnsta kosti 19 manns, þar á meðal eitt barn, létust í loftárásum Rússa á suðurhluta Odessa-héraðs í Úkraínu í nótt, að sögn úkraínskra embættismanna. Enn vinna viðbragðsaðilar að því að bjarga tveimur börnum og einum fullorðnum einstakling undan rústum sem orðið hafa til vegna árásanna.

Þá særðust enn fleiri, 38 manns – þar af sex börn.

BBC greinir frá.

Neyðarþjónusta úkraínska ríkisins, DNS, segir að nær öll hinna látnu hafi verið stödd í níu hæða byggingu sem varð fyrri einu flugskeytanna í þorpinu Serívka. Talið er að um 150 manns hafi búið í byggingunni sem eyðilagðist mikið.

Neitar því að almennir borgarar séu skotmark

Að minnsta kosti tvö, eitt barn og einn fullorðinn létust í annarri árás þar sem þau dvöldu á orlofsstað í þorpinu. 

Rússneskar hersveitir hafa skotið tugum eldflauga á úkraínskar borgir undanfarna daga. 

Dmitrí Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, neitaði því enn einu sinni í dag að rússneskar hersveitir beindu spjótum sínum að almennum borgurum.

mbl.is