Tilfinningaþrungin stund með barnabarninu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 1. júlí 2022

Tilfinningaþrungin stund með barnabarninu

Karl Bretaprins átti tilfinningaþrungnar stundir með barnabörnum sínum, Archie og Lilibet, þegar þau hittust á dögunum. 

Tilfinningaþrungin stund með barnabarninu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 1. júlí 2022

Karl Bretaprins hitti eins árs gamalt barnabarn sitt í fyrsta …
Karl Bretaprins hitti eins árs gamalt barnabarn sitt í fyrsta skipti í júní. Samsett mynd

Karl Bretaprins átti tilfinningaþrungnar stundir með barnabörnum sínum, Archie og Lilibet, þegar þau hittust á dögunum. 

Karl Bretaprins átti tilfinningaþrungnar stundir með barnabörnum sínum, Archie og Lilibet, þegar þau hittust á dögunum. 

„Þetta var frábær heimsókn. Karl Bretaprins var mjög ánægður að hitta barnabörnin sín og þá sérstaklega Lilibet sem hann var að sjá í fyrsta sinn,“ segir heimilarmaður innan hirðarinnar og bætir við að það hafi verið dásamlegt að fá Harry og Meghan í heimsókn.

„Þau voru í skýjunum með heimsóknina. Karl hafði ekki séð Lilibet og það var því afar tilfinningaþrungin stund fyrir þau að loks hittast.

Harry og Meghan heimsóttu Bretland fyrir skömmu til þess að fagna krýningarafmæli drottningar og tóku börn sín með. Lilibet sem er eins árs hafði aldrei hitt ættingja sína í Bretlandi og langt er síðan Archie hitti þau en hann er eins árs.

Harry og Meghan hafa almennt ekki verið dugleg að ferðast til Bretlands eftir að þau fluttu til Bandaríkjanna og segja að það sé helst öryggismál sem standi þeim fyrir þrifum.

Lilibet Diana er eins árs og loks búin að hitta …
Lilibet Diana er eins árs og loks búin að hitta afa sinn. mbl.is/Instagram
mbl.is