Widodo bar skilaboð frá Selenskí til Pútíns

Úkraína | 1. júlí 2022

Widodo bar skilaboð frá Selenskí til Pútíns

Vonir vöknuðu um betri tíð í gær þegar Joko Widodo, forseti Indónesíu, sagðist hafa borið Vladimír Pútín Rússlandsforseta skilaboð frá úkraínskum starfsbróður þeirra – Volodimír Selenskí. 

Widodo bar skilaboð frá Selenskí til Pútíns

Úkraína | 1. júlí 2022

Widodo bar skilaboð frá einni hlið átakanna til hinnar.
Widodo bar skilaboð frá einni hlið átakanna til hinnar. AFP

Vonir vöknuðu um betri tíð í gær þegar Joko Widodo, forseti Indónesíu, sagðist hafa borið Vladimír Pútín Rússlandsforseta skilaboð frá úkraínskum starfsbróður þeirra – Volodimír Selenskí. 

Vonir vöknuðu um betri tíð í gær þegar Joko Widodo, forseti Indónesíu, sagðist hafa borið Vladimír Pútín Rússlandsforseta skilaboð frá úkraínskum starfsbróður þeirra – Volodimír Selenskí. 

Widodo hafði áður heimsótt bæði Moskvu, höfuðborg Rússlands, og Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Stjórnvöld landanna tveggja hafa ekki gefið upp hvað Selenskí sagði í skilaboðunum.

Wododo og Selenskí.
Wododo og Selenskí. AFP

17 féllu

Að minnsta kosti 17 manns féllu og tugir særðust í dag í eldflaugaárásum í Odessa í Úkraínu, degi eftir að rússneskir hermenn yfirgáfu stöður sínar á Snákaeyju.

Fréttir um þetta bárúst í kjölfar þess að leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins luku leiðtogafundi í Madríd þar sem Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti um vopnastyrk til Úkraínu sem er verðmetinn á um 800 milljónir dollara eða það sem nemur 106 milljörðum íslenskra króna. 

„Við munum standa með Úkraínu og allt bandalagið mun standa með Úkraínu, eins lengi og þarf til þess að sjá til þess að Rússland muni ekki vinna stríðið,“ sagði Biden.

Járntjald á milli Rússlands og Vesturlanda

Þá hefur Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, borið rísandi spennu á alþjóðavettvangi saman við Kalda stríðið. Hann sagði við blaðamenn í gær að járntjald væri nú að síga á milli Rússlands og Vesturlanda.

mbl.is