Glímdi við mikinn kvíða og menntaði sig í sálfræði

Heilsurækt | 2. júlí 2022

Glímdi við mikinn kvíða og menntaði sig í sálfræði

Telma Fanney Magnúsdóttir hefur mikla ástríðu fyrir heilsu og hefur síðasta áratuginn verið á vegferð að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Hún lauk nýverið masters diplómu í jákvæðri sálfræði, en hafði áður lokið einkaþjálfaranámi og BA gráðu í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Í dag starfar Telma sem einkaþjálfari og næringarráðgjafi hjá ITS Macros þar sem hún aðstoðar einstaklinga í átt að bættri heilsu. 

Glímdi við mikinn kvíða og menntaði sig í sálfræði

Heilsurækt | 2. júlí 2022

Telma Fanney Magnúsdóttir í myndatöku fyrir Perform.
Telma Fanney Magnúsdóttir í myndatöku fyrir Perform. Ljósmynd/Hallmar Freyr Thorvaldsson

Telma Fanney Magnúsdóttir hefur mikla ástríðu fyrir heilsu og hefur síðasta áratuginn verið á vegferð að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Hún lauk nýverið masters diplómu í jákvæðri sálfræði, en hafði áður lokið einkaþjálfaranámi og BA gráðu í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Í dag starfar Telma sem einkaþjálfari og næringarráðgjafi hjá ITS Macros þar sem hún aðstoðar einstaklinga í átt að bættri heilsu. 

Telma Fanney Magnúsdóttir hefur mikla ástríðu fyrir heilsu og hefur síðasta áratuginn verið á vegferð að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Hún lauk nýverið masters diplómu í jákvæðri sálfræði, en hafði áður lokið einkaþjálfaranámi og BA gráðu í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Í dag starfar Telma sem einkaþjálfari og næringarráðgjafi hjá ITS Macros þar sem hún aðstoðar einstaklinga í átt að bættri heilsu. 

Telma er með sérlega fallega sýn á lífið og notast við heildræna nálgun á heilsueflingu. Við fengum að skyggnast inn í líf hennar og forvitnast um jákvæðu sálfræðina, hagnýtinguna, vinnuna og óvænta trúlofun á dögunum. 

Kynntust á krossgötum

Unnusti Telmu er Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Á dögunum fór Jökull á skeljarnar og bað Telmu, en hún segir trúlofunina hafa verið mjög óvænta enda hafi hana ekki grunað neitt.

„Jökull kom heim í vikufrí til Íslands og við vorum búin að ákveða að halda upp á 6 ára sambandsafmæli með einhverjum hætti. Jökull sigldi síðan með mig á árabát á stað sem á mjög sérstakan stað í okkar hjarta og var þar klár með svo fallegt birkitré sem við plöntuðum saman og táknar okkar ást og framtíð. Ég fór auðvitað „all in“ í gróðursetningu og grunaði ekki neitt. Í næstu andrá er Jökull fyrir framan mig á öðru hné og ber fram stóru spurninguna. Mómentið var svo einlægt og fallegt í alla staði.“

View this post on Instagram

A post shared by Telma Fanney (@telmaafanney)

Telma og Jökull eru búsett í Mosfellsbæ ásamt hundinum Caesar. Þau hafa þó verið á ferð og flugi síðustu ár þar sem Jökull hefur ásamt hljómsveit sinni haldið tónleika víðsvegar um heiminn. 

„Í raun hefur okkar heimili síðustu sex árin verið af ýmsum toga. Allt frá rútu, hótelherbergjum og Airbnb til herbergja hjá vinum og fjölskyldu.“ Hún segir þau bæði hafa fundið hve mikilvægt það er að eiga fastar rætur og stað til að kalla heimili. „Í lok síðasta árs fjárfestum við því í dásamlegri eign í heimabæ Jökuls, Mosfellsbæ og erum ákaflega lukkuleg þar.“ Telma kann vel við sig fyrir utan asann í Reykjavík, en hún er sjálf fædd og uppalin í Búðardal. 

Jökull og Telma.
Jökull og Telma. Ljósmynd/Aðsend

„Við kynntumst á skemmtistaðnum sem var og hét Vegamót sem er svolítið lýsandi þar sem við vorum bæði á krossgötum í lífinu á þeim tímapunkti. Út frá þessum kynnum lá leið okkar saman,“ segir Telma.

View this post on Instagram

A post shared by Telma Fanney (@telmaafanney)

Fór úr lögfræði yfir í sálfræði

„Það er svolítið skondið að klára nám í lögfræði og enda svo einhvern veginn í jákvæðri sálfræði út frá því,“ segir Telma. Fljótlega eftir að hún hóf störf sem einkaþjálfari og þjálfari hjá Absolute Training fann hún fyrir mikilli ástríðu fyrir því að aðstoða fólk með bæði andlega og líkamlega heilsu. „Andlega hliðin þarf nefnilega á þjálfun að halda rétt eins og líkaminn, en mér finnst mikilvægt að horfa á þetta sem eina heild sem vinnur saman. Þannig getur hreyfing aukið andlega vellíðan og andleg vellíðan getur að sama skapi haft jákvæð áhrif á líkamlega getu okkar og vilja til að hreyfa okkur.“

Nám í sálfræði hafði lengi blundað í Telmu, en hún var þó ekki alveg tilbúin í annað fullt háskólanám strax. „Ég fór að skoða hvað væri í boði og rakst þá á námið í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og ákvað að slá til. Það var hin fullkomna lending fyrir mig,“ segir Telma. 

View this post on Instagram

A post shared by Telma Fanney (@telmaafanney)

„Þegar maður heyrir „jákvæð sálfræði“ hugsar maður fyrst að þetta snúist um að vera brosandi og hamingjusamur, en þegar að maður kafar dýpra kemur allt annað í ljós. Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun á jákvæða mannlega eiginleika, sem hefur það að markmiði að rannsaka hvað reynist fólki vel og hvað gerir lífið þess virði að lifa því.“

„Áður fyrr beindust rannsóknir innan sálfræðinnar fyrst og fremst að geðsjúkdómum, veikleikum og því sem var „að“ í mannlegu fari og var það markmið jákvæðrar sálfræði að rannsaka jákvæðar hliðar mannsins til jafns við þær neikvæðu og öðlast heildræna sýn og betri skilning á mannlegu eðli. Þetta er það sem heillaði mig mest ásamt því að læra hvernig hægt er að hagnýta jákvæða sálfræði með svokölluðum jákvæðum inngripum sem byggð eru á vísindum og rannsóknum og er ætlað að auka jákvæðar tilfinningar, hegðun og hugsun.“

Mikilvægt að hlusta á líkamann

Aðspurð segist Telma alltaf hafa haft gaman að hreyfingu, „nema kannski skólasundi þegar ég var unglingur,“ bætir hún við og hlær. „Ég myndi segja að raunverulegur áhugi á heilsu og hreyfingu hafi byrjað hjá mér um 18 til 19 ára aldurinn. Þá byrjaði ég að stunda ræktina af miklu kappi og fann hvað það gerði mér ótrúlega gott, bæði líkamlega og andlega að stunda hreyfingu og hef bara ekki hætt síðan. Á svipuðum tíma byrjaði ég líka í sálfræðimeðferð þar sem kom í ljós að ég var að glíma við mikinn kvíða og þannig blandast þetta einhvern veginn allt saman hjá mér. Ég sá hvað það er mikilvægt að rækta sjálfan sig, bæði líkamlega og andlega.“

Fanney í myndatöku fyrir Perform.
Fanney í myndatöku fyrir Perform. Ljósmynd/Hallmar Freyr Thorvaldsson.

Telmu þykir mikilvægt að hlusta á líkamann og segir það sama ekki henta öllum. „Mér finnst mikilvægt að prófa sig áfram og finna hvað nærir mann og lætur manni líða vel. Ég er sjálf búin að gera mjög margar breytingar á mínu mataræði, hreyfingu og lífsstíl í gegnum árin og er til dæmis búin að finna það út að það hentar mér og mínu taugakerfi betur að æfa á minni ákefð en meiri sem mér fannst mjög erfitt til að byrja með því ég elskaði að mæta í ræktina, keyra mig gjörsamlega út og labba með blóðbragð í munninum út.“

Hún segir fjölbreytni vera mikilvæga, bæði í hreyfingu og mataræði. „Það er gott að vera duglegur að prófa nýja hreyfingu og borða fjölbreyttan mat svo þetta verði ekki of einhæft og já, bara leiðinlegt.“

View this post on Instagram

A post shared by Telma Fanney (@telmaafanney)

Finnur þakklætið í litlu hlutunum

Telma hefur haft mikil not af námi í jákvæðri sálfræði, bæði í starfi og einkalífi. „Fyrir lokaverkefnið mitt í jákvæðu sálfræðinni þróaði ég þriggja vikna fjarnámskeið þar sem ég kynnti jákvæða sálfræði og aðferðir hennar til þess að efla andlega og líkamlega heilsu og auka færni námskeiðsgesta í að nota þessar aðferðir í daglegu lífi. Námskeiðið heppnaðist ótrúlega vel og samkvæmt velsældar- og hamingjukönnun sem ég tók í upphafi og lok námskeiðs mátti sjá aukningu á velsæld og hamingju námskeiðsgesta í lok námskeiðs. Það verður því spennandi að halda áfram að þróa og vinna með þetta verkefni.“

„Ég hef sjálf verið að nýta mér nokkur af þeim jákvæðu inngripum sem ég lærði í náminu, þá sérstaklega æfingu sem heitir „Þrír góðir hlutir“ þar sem ég rifja upp þrjá góða hluti sem áttu sér stað yfir daginn og skrifa þá niður hjá mér í lok dags. Mér finnst þessi æfing hjálpa mér að færa fókusinn yfir á það jákvæða og finna þakklætið í litlu hlutunum.“

Mikilvægt að mæta sjálfum sér með mildi og skilningi

„Síðan hef ég verið að gera mikið af samkenndar- og núvitundaræfingum sem snúast meðal annars um að mæta sjálfum sér með mildi og skilningi í stað dómhörku og sjálfsgagnrýni. Ég á nefnilega ansi skoðanaglaðan og ákveðinn innri gagnrýnanda sem ég hef þurft að læra að lifa með og þar hafa þessar æfingar nýst mér mjög vel.“

View this post on Instagram

A post shared by Telma Fanney (@telmaafanney)

„Mikilvægasta verkefni sem þú vinnur að í lífinu ert þú sjálf/sjálfur og því meira sem þú nærir sjálfa/n þig, því meira nærir þú aðra í kringum þig.“

Það er aðdáunarvert að hlusta á Telmu segja frá sýn sinni á heilsueflingu, bæði andlegri og líkamlegri enda skín ástríðan af henni. Fyrir þá sem eru forvitnir og vilja vita meira um jákvæðu sálfræðina bendir Telma á Evrópuráðstefnu í jákvæðri sálfræði sem fer fram í Hörpu dagana 29. til 2. júlí. 

mbl.is