Ökklabrotnaði á Tenerife og vill bætur

Tenerife | 4. júlí 2022

Ökklabrotnaði á Tenerife og vill bætur

Karen Carey, 64 ára gömul bresk kona, hefur höfðað skaðabótamál gegn þýsku ferðaskrifstofunni TUI. Carey ökklabrotnaði á hóteli á Tenerife árið 2016. Steig hún í appelsínusafa eða annan vökva á gólfi hótelsins þegar hún var á leið í morgunmat, rann til og brotnaði. Canarian Weekly greinir frá. 

Ökklabrotnaði á Tenerife og vill bætur

Tenerife | 4. júlí 2022

Konan fótbrotnaði þegar hún var á leið í morgunmat á …
Konan fótbrotnaði þegar hún var á leið í morgunmat á hóteli sínu á Tenerife árið 2016.

Karen Carey, 64 ára gömul bresk kona, hefur höfðað skaðabótamál gegn þýsku ferðaskrifstofunni TUI. Carey ökklabrotnaði á hóteli á Tenerife árið 2016. Steig hún í appelsínusafa eða annan vökva á gólfi hótelsins þegar hún var á leið í morgunmat, rann til og brotnaði. Canarian Weekly greinir frá. 

Karen Carey, 64 ára gömul bresk kona, hefur höfðað skaðabótamál gegn þýsku ferðaskrifstofunni TUI. Carey ökklabrotnaði á hóteli á Tenerife árið 2016. Steig hún í appelsínusafa eða annan vökva á gólfi hótelsins þegar hún var á leið í morgunmat, rann til og brotnaði. Canarian Weekly greinir frá. 

Fer hún fram á 112 þúsund pund í bætur eða rúmar 18 milljónir íslenskra króna vegna slyssins. Lögmaður Carey segir brotið hafa haft mikil áhrif á líf hennar og að hún glími við króníska verki og skerta hreyfigetu. Þá hafi hún einnig þurft að hætta að vinna. 

Lögmenn TUI hafa mótmælt frásögn konunnar og sagt að hún hafi átt að vera í skóm þegar hún sótti sér morgunverð á hótelinu. Hún hafi hins vegar verið berfætt þegar atvikið átti sér stað.

mbl.is