Um 400 smit á dag

Kórónuveiran COVID-19 | 5. júlí 2022

Um 400 smit á dag

Undanfarna daga hefur kórónuveirusmitum fjölgað og greinast nú daglega um 400 með Covid-19. 420 smit greindust í gær og fyrir helgi greindust daglega á bilinu 373 til 473 smit, samkvæmt tölum á covid.is.

Um 400 smit á dag

Kórónuveiran COVID-19 | 5. júlí 2022

Í síðustu viku greindust daglega 373 til 473 smit.
Í síðustu viku greindust daglega 373 til 473 smit. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Undanfarna daga hefur kórónuveirusmitum fjölgað og greinast nú daglega um 400 með Covid-19. 420 smit greindust í gær og fyrir helgi greindust daglega á bilinu 373 til 473 smit, samkvæmt tölum á covid.is.

Undanfarna daga hefur kórónuveirusmitum fjölgað og greinast nú daglega um 400 með Covid-19. 420 smit greindust í gær og fyrir helgi greindust daglega á bilinu 373 til 473 smit, samkvæmt tölum á covid.is.

Eins og svo oft áður, fækkaði þó smitunum um helgina í rúmlega 200 smit á dag.

Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bent á að þó opinberar tölur sýni ákveðinn fjölda smita séu smitin líklega fleiri enda einhverjir sem greinist einungis á heimaprófi.

Nýgengi smita innanlands er nú 1.212,5.

47 á sjúkrahúsi

421 smit greindust 27. júní en þá höfðu ekki greinst yfir 400 smit síðan 21. mars.

Fyrir um mánuði síðan greindust daglega um 100 til 200 með veiruna og hefur þessi fjöldi því margfaldast á skömmum tíma.

Landspítalinn hefur verið á óvissustigi frá 19. júní 2022 og heimsóknir til sjúklinga á legudeildum því takmarkaðar. Þá var grímuskylda starfsmanna, sjúklinga og gesta endurvakin 16. júní vegna vaxandi fjölda smita.

47 liggja á spítala með Covid-19, miðað við tölurnar sem uppfærðar voru í dag.

mbl.is