Á að hneppa frá einni tölu eða tveimur?

Fatastíllinn | 6. júlí 2022

Á að hneppa frá einni tölu eða tveimur?

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands vakti á dögunum athygli í breskum fjölmiðlum fyrir að vera með tvær tölur fráhnepptar á G7 fundi. Aðrir voru með aðeins eina tölu fráhneppta og almennt þykir ein tala nóg. En hvað segja fræðingarnir. Ein tala eða tvær?

Á að hneppa frá einni tölu eða tveimur?

Fatastíllinn | 6. júlí 2022

Boris Johnson er þekktur fyrir frjálslegt útlit og virkar oftast …
Boris Johnson er þekktur fyrir frjálslegt útlit og virkar oftast afar ótilhafður. AFP

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands vakti á dögunum athygli í breskum fjölmiðlum fyrir að vera með tvær tölur fráhnepptar á G7 fundi. Aðrir voru með aðeins eina tölu fráhneppta og almennt þykir ein tala nóg. En hvað segja fræðingarnir. Ein tala eða tvær?

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands vakti á dögunum athygli í breskum fjölmiðlum fyrir að vera með tvær tölur fráhnepptar á G7 fundi. Aðrir voru með aðeins eina tölu fráhneppta og almennt þykir ein tala nóg. En hvað segja fræðingarnir. Ein tala eða tvær?

„Það eru margir þættir sem hafa áhrif á ákvörðunina um hvort hæfir betur að hneppa frá einni tölu eða tveimur,“ segir á heimasíðu tískuritsins Mr Porter. „Ertu í nærbol innan undir, hvernig skyrta er þetta, ertu með bringuhár, hversu langt er á milli talnanna og svo framvegis.“

„Almennt er svarið samt tvær tölur. Að hneppa frá aðeins einni tölu virðist oft aðeins of formlegt og ekki nógu afslappað. Þetta á sérstaklega við þegar það togar aðeins í seinni töluna, eins og hún vilji losna. Þeir sem eru með tvær tölur fráhnepptar eru eins og óskrifað blað. Þeir komast upp með að virka sveigjanlegir og skemmtilegir en eru samt á línunni.“

„Varist þó að hneppa frá fleiri en tveimur tölum. Það sýnir of mikið hold og verður sjoppulegt. Hvar er gullkeðjan? Spyr maður þá.“

Allir kátir með fráhnepptar skyrtur. Boris Johnson gekk þó manna …
Allir kátir með fráhnepptar skyrtur. Boris Johnson gekk þó manna lengst í þeim efnum. AFP
Hér er Boris Johnson ásamt Olaf Scholz kanslara Þýskalands og …
Hér er Boris Johnson ásamt Olaf Scholz kanslara Þýskalands og Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada eftir G7 fund sinn í Þýskalandi í júní. Johnson hneppti frá tveimur tölum en hinir einni. AFP
mbl.is