Endursmit í kring um 10% – BA5 tekur yfir

Kórónuveiran Covid-19 | 7. júlí 2022

Endursmit í kring um 10% – BA5 tekur yfir

Dagleg smit Covid-19 hér á landi hafa haldist á bilinu 400 til 450 undanfarna daga. Það eru þó aðeins smit sem greinast opinberlega. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við mbl.is að ljóst sé að smitin séu nokkuð fleiri. 

Endursmit í kring um 10% – BA5 tekur yfir

Kórónuveiran Covid-19 | 7. júlí 2022

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagleg smit Covid-19 hér á landi hafa haldist á bilinu 400 til 450 undanfarna daga. Það eru þó aðeins smit sem greinast opinberlega. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við mbl.is að ljóst sé að smitin séu nokkuð fleiri. 

Dagleg smit Covid-19 hér á landi hafa haldist á bilinu 400 til 450 undanfarna daga. Það eru þó aðeins smit sem greinast opinberlega. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við mbl.is að ljóst sé að smitin séu nokkuð fleiri. 

Hann segir að vel sé fylgst með hlutfalli endursmita sem sé nú í kring um tíu prósent og hefur verið nokkuð lengi. „Þau virðast ekki vera mjög algeng, en þau koma fyrir,“ segir Þórólfur. 

Meira smitandi en sami sjúkdómur

Enn er Ómíkron-afbrigði af Covid-19 ráðandi hér á landi og nýtt undirafbrigði þess, BA5 virðist hafa tekið yfir. Að sögn Þórólfs er það meira smitandi en önnur afbrigði. Undanfarið hafa undirafbrigðin BA1 og BA2 verið ráðandi. 

„Það virðist vera meira smitandi en önnur afbrigði en sjúkdómurinn er ekkert öðruvísi í raun og veru. Það eru uppi spurningar um hvort að BA5 komist frekar undan fyrra ónæmi en það er óljóst.“

Áhyggjur af haustinu

Einn liggur inni á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 samkvæmt tölum frá því í gær og tæplega þrjátíu inni á Landspítala í heild sinni. Þá liggja sjúklingar inni á öðrum heilbrigðisstofnunum um landið allt með Covid-19. 

Þórólfur segir að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af framhaldi faraldursins. 

„Við vitum náttúrulega ekki hversu lengi ónæmið endist, bæði eftir bólusetningarnar og sýkingarnar. Við vitum að bólusetningar koma ekki í veg fyrir smit heldur alvarleg veikindi. Það getur vel verið, þrátt fyrir fulla bólusetningu, að fólk sem er viðkvæmt fyrir og með undirliggjandi sjúkdóma þoli Covid-19 illa, bara eins og marga smitsjúkdóma,“ segir Þórólfur og bætir við að spár geri ráð fyrir fjölgun smita með haustinu. 

Aukaskammtur fyrir 60 ára og eldri líklegur

„Það er verið að horfa í haustið með hvernig eigi að haga bólusetningum og öðru, það er í sífelldri skoðun,“ segir hann enn fremur. 

Þó að fyrirkomulag bólusetninga í haust liggi ekki fyrir segir Þórólfur að líklegt sé að fólki sextíu ára og eldra verði boðinn auka skammtur í haust, ekki ósvipað inflúensubólusetningu. Þó liggi það ekki endanlega fyrir eða hvaða bóluefni yrði notað við þá bólusetningu. 

mbl.is