Fjöldi látinna fór úr 153 í 179

Kórónuveiran Covid-19 | 7. júlí 2022

Fjöldi látinna fór úr 153 í 179

Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafa 179 andlát verið skráð á vef almannavarna, covid.is. Fyrir viku voru andlátin sögð 153. Fjölgunin er því töluverð á milli vikna. Af þessum nærri 180 manns voru um 130 eldri en 80 ára.

Fjöldi látinna fór úr 153 í 179

Kórónuveiran Covid-19 | 7. júlí 2022

Heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum.
Heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafa 179 andlát verið skráð á vef almannavarna, covid.is. Fyrir viku voru andlátin sögð 153. Fjölgunin er því töluverð á milli vikna. Af þessum nærri 180 manns voru um 130 eldri en 80 ára.

Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafa 179 andlát verið skráð á vef almannavarna, covid.is. Fyrir viku voru andlátin sögð 153. Fjölgunin er því töluverð á milli vikna. Af þessum nærri 180 manns voru um 130 eldri en 80 ára.

Kórónuveirusmitum í samfélaginu hefur fjölgað mikið undanfarið, en 420 smit greindust sl. mánudag. Hafa smitin verið um 400 talsins daglega að undanförnu.

Landspítalinn hefur verið á óvissustigi frá 19. júní og samhliða grímuskyldu á spítalanum þá eru heimsóknir til sjúklinga takmarkaðar. Landspítalinn hefur tilkynnt um 73 andlát á spítalanum frá upphafi faraldurs.

Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, segir starfsfólk ekki hafa tekið eftir áberandi fjölgun andláta vegna Covid-19 á hjúkrunarheimilum landsins. Ekki megi álykta sem svo að fleiri tilkynnt andlát að undanförnu tengist öll hjúkrunarheimilum.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is