Íslenskur pítsustaður til sölu á Spáni

Spánn | 8. júlí 2022

Íslenskur pítsustaður til sölu á Spáni

Aron Bragason, fyrrverandi hótelstjóri, hefur sett pítsustaðinn Pizza Islandia í bænum Torrevieja á Spáni á sölu. Staðurinn opnaði í mars á síðasta ári og hefur reksturinn gengur þokkalega vel að sögn Arons. 

Íslenskur pítsustaður til sölu á Spáni

Spánn | 8. júlí 2022

Pizza Islandia í Torrevieja á Spáni er til sölu.
Pizza Islandia í Torrevieja á Spáni er til sölu.

Aron Bragason, fyrrverandi hótelstjóri, hefur sett pítsustaðinn Pizza Islandia í bænum Torrevieja á Spáni á sölu. Staðurinn opnaði í mars á síðasta ári og hefur reksturinn gengur þokkalega vel að sögn Arons. 

Aron Bragason, fyrrverandi hótelstjóri, hefur sett pítsustaðinn Pizza Islandia í bænum Torrevieja á Spáni á sölu. Staðurinn opnaði í mars á síðasta ári og hefur reksturinn gengur þokkalega vel að sögn Arons. 

Staðinn opnaði hann ásamt dóttur sinni og tengdasyni en að nú hafi þau ákveðið að láta staðar numið og hefur Aron hugsað sér að flytja aftur heim til Íslands. 

Aron flutti út til Spánar í faraldrinum. Áður var hann hótelstjóri á Hótel Núpum en vegna faraldursins lokaði hótelið og fór hann því til Spánar þar sem dóttir hans bjó fyrir. 

„Við vorum eitthvað að tala um hvað við ættum að gera og tengdasonur minn er pítsubakari. Þannig við ákváðum að opna pítsustað. Mér var farið að leiðast,“ sagði Aron. 

Staðurinn er með öllum tilskyldum leyfum og staðnum fylgir íbúð á efri hæð sem er innifalin í leigunni á húsnæðinu. 

Áhugasamir kaupendur geta nálgast fleiri upplýsingar á Facebook-síðu staðarins.

mbl.is