Svona gerir þú neglur eins og Hailey Bieber

Förðunartrix | 9. júlí 2022

Svona gerir þú neglur eins og Hailey Bieber

Fyrirsætan Hailey Bieber er að margra mati ein smekklegasta kona heims, en um þessar mundir eru allir að missa sig yfir nöglunum hennar. Hailey sýndi neglurnar fyrst á Met Gala hátíðinni fyrr á árinu, en nú hefur naglafræðingur hennar, Zola Ganzoright, gefið upp leyndarmálið á bakvið hinar fullkomnu neglur. 

Svona gerir þú neglur eins og Hailey Bieber

Förðunartrix | 9. júlí 2022

Leikkonan Vanessa Hudgens og fyrirsætan Hailey Bieber með neglurnar frægu …
Leikkonan Vanessa Hudgens og fyrirsætan Hailey Bieber með neglurnar frægu sem eru að gera allt vitlaust. Samsett mynd

Fyrirsætan Hailey Bieber er að margra mati ein smekklegasta kona heims, en um þessar mundir eru allir að missa sig yfir nöglunum hennar. Hailey sýndi neglurnar fyrst á Met Gala hátíðinni fyrr á árinu, en nú hefur naglafræðingur hennar, Zola Ganzoright, gefið upp leyndarmálið á bakvið hinar fullkomnu neglur. 

Fyrirsætan Hailey Bieber er að margra mati ein smekklegasta kona heims, en um þessar mundir eru allir að missa sig yfir nöglunum hennar. Hailey sýndi neglurnar fyrst á Met Gala hátíðinni fyrr á árinu, en nú hefur naglafræðingur hennar, Zola Ganzoright, gefið upp leyndarmálið á bakvið hinar fullkomnu neglur. 

Neglur Hailey stefna í að verða aðal trendið í sumar, en strax eftir Met Gala hátíðina voru aðdáendur hennar önnum kafnir við að reyna að endurskapa neglurnar hennar. Hailey segist vera dugleg að búa til sína eigin liti með því að blanda saman naglalökkum. 

@refinery29 Reply to @emily.windmi11s We’re also having a chrome nail obsession💅 #nailhack #chromenails #haileybieber ♬ Justin Bieber Type Pop R & B(808173) - Daisuke"D.I"Imai

Ganzoright er vinsæll naglafræðingur meðal stórstjarna á borð við Kendall Jenner, Adele og Lucy Hale. Nú hefur leikkonan Vanessa Hudgens hoppað á naglavagninn og fékk sér sömu neglur og Hailey, en Ganzoright segist nota nokkrar vörur til þess að ná fram þessum gljáandi, fallegu nöglum. 

Ganzoright bryjar á því að setja eina umferð af gelnaglalakki frá OPI í litnum Funny Bunny. Því næst nuddar hún glimmeri í litnum Tin Man Can frá OPI yfir neglurnar og er útkoman vægast sagt falleg. 

View this post on Instagram

A post shared by OPI (@opi_professionals)

mbl.is