Heitustu förðunartrendin á TikTok

Förðunartrix | 12. júlí 2022

Heitustu förðunartrendin á TikTok

Samfélagsmiðillinn TikTok hefur notið mikilla vinsælda um allan heim síðustu ár, en þar geta notendur búið til og deilt stuttum myndskeiðum. Fjöldi einstaklinga slá nú í gegn á miðlinum með förðunarmyndböndum sínum, en algengt er að svokölluð „trend“ fari af stað þar sem notendur keppast við að endurskapa vinsæl förðunartrix. Smartland tók saman nokkur förðunartrend sem hafa slegið í gegn að undanförnu.

Heitustu förðunartrendin á TikTok

Förðunartrix | 12. júlí 2022

Á TikTok er að finna fjölda förðunarmyndbanda.
Á TikTok er að finna fjölda förðunarmyndbanda. Samsett mynd

Samfélagsmiðillinn TikTok hefur notið mikilla vinsælda um allan heim síðustu ár, en þar geta notendur búið til og deilt stuttum myndskeiðum. Fjöldi einstaklinga slá nú í gegn á miðlinum með förðunarmyndböndum sínum, en algengt er að svokölluð „trend“ fari af stað þar sem notendur keppast við að endurskapa vinsæl förðunartrix. Smartland tók saman nokkur förðunartrend sem hafa slegið í gegn að undanförnu.

Samfélagsmiðillinn TikTok hefur notið mikilla vinsælda um allan heim síðustu ár, en þar geta notendur búið til og deilt stuttum myndskeiðum. Fjöldi einstaklinga slá nú í gegn á miðlinum með förðunarmyndböndum sínum, en algengt er að svokölluð „trend“ fari af stað þar sem notendur keppast við að endurskapa vinsæl förðunartrix. Smartland tók saman nokkur förðunartrend sem hafa slegið í gegn að undanförnu.

Rör fyrir farða

Það er misjafnt hvað fólk notar til að bera á sig farða, en vinsælt er að nota bursta, svampa eða einfaldlega hendurnar. Nú er fólk hinsvegar farið að nota drykkjarrör, en hér má sjá förðunar-stjörnuna Mikayla Nogueira nota eitt slíkt til að setja á sig farða.

@mikaylanogueira The things yall make me do 😂😭 @Yazi Cole #makeup #makeuphack ♬ original sound - Mikayla Nogueira

Kinnalitur undir augun

Laxableikur litur dregur úr fjólubláum blæ undir augunum, en nýjasta trixið er að blanda saman kinnalit og hyljara til að birta augnsvæðið. 

@makeupbyalissiac Mixing liquid blush with my concealer has changed my life #BeautyHacks #BeautyReview #makeuptutorial ♬ Under Eye Blush - SPENCER

Mjóar augabrúnir

Síðustu ár hafa þykkar augabrúnir verið allsráðandi, en nú virðast mjóar brúnir í anda Pamelu Anderson vera að koma sterkar inn. Hér má sjá Tiktok-stjörnuna Emblu Wigum.

@emblawigum Pamela Anderson inspired makeup 🖤 omg i actually kinda looove this makeup 🤍 using @nyxcosmeticsnordics ♬ Be My Lover - La Bouche


Augabrúnablýantur í stað varablýants

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir prófaði nýlega förðunartrix til að ná fram hinum „fullkomnu“ vörum, en þá er augabrúnablýantur notaður í stað varablýants og kinnalitur í stað varalits. Sunneva var þó ekki hrifin af þessu trendi. 

Brúnkukrem sem sólarpúður

Þetta er sennilega heitasta trendið um þessar mundir þar sem búnkukrem er notað í andlitið, en ekki á hefðbundinn hátt. Kremið er aðeins sett á þá staði sem sólarpúður eða skyggingarpúður færi vanalega á. Þetta á að gefa andlitinu ferskan og sólkysstan blæ. 

@graces.faces_

the mist is a game changer!!!!

♬ original sound - Graces.faces_

Sólbrennt lúkk

Stjörnur á borð við Hailey Bieber og Selena Gomez eru yfir sig hrifnar af þessu förðunartrixi, en markmiðið er að gefa húðinni sólkysstan roða. Í stað þess að setja kinnalitinn einungis á kinnarnar er hann settur yfir nefið og upp á ennissvæðið. Hér má sjá útfærslu af lúkkinu, en í stað þess að toppa lúkkið með kinnalit er hann settur undir farðann til að líkja eftir sólbrenndu nefi. 

Grafísk „filter“ augnförðun

Það kannast flestir við „filtera“, en þeir hafa notið mikilla vinsælda en einnig verið gagnrýndir harðlega. Það hefur verið vinsælt trend á TikTok að leyfa „filter“ að velja förðunina.

@charbarker

Kinda obsessed, wdu think ??

♬ Forever - Labrinth

Freknur með rótarlit

Freknur hafa óneitanlega verið vinsælar síðustu ár og hafa snyrtivörumerkin keppst við að gefa út hina fullkomnu vöru til að búa til náttúrulegar freknur. Förðunarsamfélagið fór hinsvegar á hliðina eftir að þetta myndband kom út, en hér er rótarlit spreyjað yfir andlitið til að ná fram hinum fullkomnu freknum. 

mbl.is