Bið á uppsetningu viðvörunarkerfis

Ferðamenn á Íslandi | 14. júlí 2022

Bið á uppsetningu viðvörunarkerfis

Einhver bið verður á uppsetningu viðvörunarkerfis fyrir Reynisfjöru, meðal annars vegna sumarfría, og verður líklega ekkert nýtt að frétta af verkefninu fyrr en í byrjun ágúst.

Bið á uppsetningu viðvörunarkerfis

Ferðamenn á Íslandi | 14. júlí 2022

Ferðamenn í Reynisfjöru.
Ferðamenn í Reynisfjöru. mbl.is/Ómar Óskarsson

Einhver bið verður á uppsetningu viðvörunarkerfis fyrir Reynisfjöru, meðal annars vegna sumarfría, og verður líklega ekkert nýtt að frétta af verkefninu fyrr en í byrjun ágúst.

Einhver bið verður á uppsetningu viðvörunarkerfis fyrir Reynisfjöru, meðal annars vegna sumarfría, og verður líklega ekkert nýtt að frétta af verkefninu fyrr en í byrjun ágúst.

Sólveig Gísladóttir, samskiptastjóri Vegagerðarinnar, segir málið hafa verið í vinnslu og að fundur hafi verið haldinn í síðustu viku.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagðist fyrir rúmri viku síðan hafa fulla trú á því að kerfið yrði sett upp í sumar en gat ekki sagt til um hvort það yrði á næstu dögum eða vikum.

Ríkislögreglustjóri leiðir verkefnið en Vegagerðin sér um tækjabúnaðinn. Að sögn Sólveigar er viðvörunarkerfið að mestu leyti tilbúið til uppsetningar en ekki er búið að ákveða hvernig skilti sem því fylgir skal líta út.

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri greindi frá því í lok júní að verkefnið sé að fullu fjár­magnað. Byggist það á til­lög­um Vega­gerðar­inn­ar sem voru til­bún­ar fyr­ir rúm­um tveim­ur árum. 

Vinnu­hóp­ur á veg­um Þór­dís­ar Kol­brún­ar R. Gylfa­dótt­ur þáver­andi ferðamálaráðherra, vann til­lög­urn­ar en verk­efnið rann út í sand­inn eft­ir að ágrein­ing­ur skapaðist um út­færslu þess milli nokk­urra land­eig­enda og stjórn­valda.

Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.
Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. mbl.is/RAX

Rúmur mánuður er liðinn síðan banaslys varð í Reynisfjöru og í kjölfarið upphófst mikil umræða um aðgengi ferðamanna að þessum vinsæla áfangastað og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir fleiri banaslys. 

mbl.is