Fléttaðu hárið eins og stelpurnar okkar

Hárið | 15. júlí 2022

Fléttaðu hárið eins og stelpurnar okkar

Stelpurnar okkar hafa margar hverjar skartað tveimur föstum fléttum í leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem fram fer á Englandi um þessar mundir. Flétturnar eru ákaflega smart en líka þægilegar þegar konur spila fótbolta. 

Fléttaðu hárið eins og stelpurnar okkar

Hárið | 15. júlí 2022

Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru …
Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru allar með tvær fastar fléttur í leiknum gegn Ítalíu í gær. Samsett mynd/mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stelpurnar okkar hafa margar hverjar skartað tveimur föstum fléttum í leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem fram fer á Englandi um þessar mundir. Flétturnar eru ákaflega smart en líka þægilegar þegar konur spila fótbolta. 

Stelpurnar okkar hafa margar hverjar skartað tveimur föstum fléttum í leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem fram fer á Englandi um þessar mundir. Flétturnar eru ákaflega smart en líka þægilegar þegar konur spila fótbolta. 

Sveindís Jane sagði frá fléttunum í fyrsta þætti af Dætur Íslands í byrjun sumars. Hún spilar alltaf með tvær fléttur í hárinu og „Ég geri það alltaf sjálf, er orðin mjög fljót að því núna. Ég er búin að vera gera þetta í nokkur ár núna,“ sagði Sveindís þegar Bjarni Helgason blaðamaður mbl.is spurði út í flétturnar. 

Sveindís Jane og Karólína Lea í leiknum í gær.
Sveindís Jane og Karólína Lea í leiknum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Liðsfélagar Sveindísar í landsliðinu virðast hafa fengið góð ráð frá henni um hárgreiðsluna en í þeim leikjum sem þær hafa spilað á EM hafa Dagný Brynjarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skartað eins fléttum.

Sveindís Jane fléttar sig alltaf sjálf.
Sveindís Jane fléttar sig alltaf sjálf. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Dagný og Karólína Lea.
Dagný og Karólína Lea. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is