Munu ekki yfirgefa Mið-Austurlönd

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 16. júlí 2022

Munu ekki yfirgefa Mið-Austurlönd

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði leiðtogum Mið-Austurlanda að yfirvöld í Bandaríkjunum myndu áfram taka þátt í málefnum svæðisins og því ekki afsala völdum sínum til annarra heimsvelda. 

Munu ekki yfirgefa Mið-Austurlönd

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 16. júlí 2022

Joe Biden Bandaríkjaforseti á fundinum í dag.
Joe Biden Bandaríkjaforseti á fundinum í dag. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði leiðtogum Mið-Austurlanda að yfirvöld í Bandaríkjunum myndu áfram taka þátt í málefnum svæðisins og því ekki afsala völdum sínum til annarra heimsvelda. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði leiðtogum Mið-Austurlanda að yfirvöld í Bandaríkjunum myndu áfram taka þátt í málefnum svæðisins og því ekki afsala völdum sínum til annarra heimsvelda. 

Biden er nú staddur á fundi í hafnarborginni Jeddah í Sádi Arabíu ásamt leiðtogum á svæðinu. Meðal þess sem er rætt á fundinum er hækkandi olíuverð og áhrif Bandaríkjanna í Mið Austurlöndum. 

„Við munum ekki ganga í burtu og skilja eftir tómarúm sem Kínverjar, Rússar eða Íranar fylla upp í,“ sagði Biden í ávarpi sínu.

„Þeir sem sigra framtíðina eru þeir sem leyfa íbúum sínum að blómstra... þar sem borgarar hafa tjáningarfrelsi og geta gagnrýnt leiðtoga sína án þess að óttast hefndaraðgerðir.“

mbl.is