Svona heldur Jagger sér ungum

Heilsurækt | 18. júlí 2022

Svona heldur Jagger sér ungum

Margir undrast hversu orkumikill Mick Jagger er en hann verður 79 ára í mánuðinum. Á sínum tíma benti ekkert í fari hans til þess að hann yrði fyrirmynd hreysti á efri árum enda þekktur fyrir nokkuð villt líferni. Hvert er leyndarmálið?

Svona heldur Jagger sér ungum

Heilsurækt | 18. júlí 2022

Mick Jagger er í góðu formi, 79 ára að aldri.
Mick Jagger er í góðu formi, 79 ára að aldri. AFP

Margir undrast hversu orkumikill Mick Jagger er en hann verður 79 ára í mánuðinum. Á sínum tíma benti ekkert í fari hans til þess að hann yrði fyrirmynd hreysti á efri árum enda þekktur fyrir nokkuð villt líferni. Hvert er leyndarmálið?

Margir undrast hversu orkumikill Mick Jagger er en hann verður 79 ára í mánuðinum. Á sínum tíma benti ekkert í fari hans til þess að hann yrði fyrirmynd hreysti á efri árum enda þekktur fyrir nokkuð villt líferni. Hvert er leyndarmálið?

„Það sem hjálpar manni að skilja er að líta á hann sem íþróttamann og að leikvangur hans er tónleikahöllin. Hann fór í hjartauppskurð árið 2019 og mánuði síðar var hann farinn að birta myndbönd af sér að dansa. Það má líta á þau myndbönd sem ákveðinn mótþróa í honum. Hann var að gefa öllum fingurinn sem héldu að aldurinn væri loks farinn að segja til sín,“ segir Phil Hilton í The Times.

„Sex vikum fyrir tónleikaferðalag fer hann í átak sem samanstendur af stífum dansæfingum og lyftir lóðum. Hann stundar pílates, jóga og hefur farið í balletttíma. Hann leggur mikla áherslu á að viðhalda liðleika. Þá hefur hann stundað kick-box, hlaup og hjólreiðar.“ 

Dans er talinn góð líkamsrækt og brennir fleiri hitaeiningum en t.d. að fara út að ganga. Jagger er þekktur fyrir kraftmikla sviðsframkomu og geisar um sviðið eins og hann eigi lífið að leysa. Í nýlegu viðtali sagðist Jagger leggja sig allan fram.

„Að leggja svona mikla orku í eitthvað á þessum aldri er ákveðin áskorun. En það er þess virði og maður þarf að fara alla leið. Auðvitað gætum við valið aðra leið. Við gætum spilað rólegu lögin, við eigum fullt af ballöðum. Ég gæti bara setið á stól,“ segir Jagger.

Talið er að þessi mikli áhugi á líkamsrækt komi frá föður Jaggers, sem lagði áherslu á að lyfta lóðum áður en hann færi út á lífið. Mataræðið er líka nokkuð gott, í seinni tíð lætur hann áfengi að mestu vera og borðar mikið af grófmeti, grænmeti og ávöxtum.

Jagger leggur sig allan fram á tónleikum.
Jagger leggur sig allan fram á tónleikum. AFP
mbl.is