Braggi rifinn og svæðið rýmt

Húsnæðismarkaðurinn | 20. júlí 2022

Braggi rifinn og svæðið rýmt

Til stendur á næstu vikum að rífa einn af þremur bröggum sem standa á baklóð við Austurveg í miðbænum á Hvolsvelli. Í fyllingu tímans á raunar að rífa alla braggana og lóðin sem þeir standa á verður tekin undir nýjar verslunar- og þjónustubyggingar. Mikil eftirspurn er nú eftir slíku húsnæði á Hvolsvelli og mikilvægt er að svara kalli þar um, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Braggi rifinn og svæðið rýmt

Húsnæðismarkaðurinn | 20. júlí 2022

Braggarnir þrír, lengi pakkhús Kaupfélags Rangæinga, hafa sett svip sinn …
Braggarnir þrír, lengi pakkhús Kaupfélags Rangæinga, hafa sett svip sinn á Hvolsvöll. Sá þeirra sem er lengst hér til hægri verður rifinn fljótlega og hinir síðar. Frábært byggingarsvæði á allra besta stað opnast með því. mbl.is/Sigurður Bogi

Til stendur á næstu vikum að rífa einn af þremur bröggum sem standa á baklóð við Austurveg í miðbænum á Hvolsvelli. Í fyllingu tímans á raunar að rífa alla braggana og lóðin sem þeir standa á verður tekin undir nýjar verslunar- og þjónustubyggingar. Mikil eftirspurn er nú eftir slíku húsnæði á Hvolsvelli og mikilvægt er að svara kalli þar um, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Til stendur á næstu vikum að rífa einn af þremur bröggum sem standa á baklóð við Austurveg í miðbænum á Hvolsvelli. Í fyllingu tímans á raunar að rífa alla braggana og lóðin sem þeir standa á verður tekin undir nýjar verslunar- og þjónustubyggingar. Mikil eftirspurn er nú eftir slíku húsnæði á Hvolsvelli og mikilvægt er að svara kalli þar um, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Sveitamarkaður hafi aðstöðu

Braggarnir þrír voru reistir fyrir áratugum af Kaupfélagi Rangæinga, sem þá var og hét. Þeir voru lengi pakkhús, hvar fengust meðal annars ýmsar vörur til landbúnaðar, sem bændur í nærliggjandi sveitum nýttu sér. Seinna var verslun Húsasmiðjunnar í bröggunum. Í einum þeirra er nú markaður með ýmsar vörur smáframleiðaenda á svæðinu.

„Nú verður að segjast eins og er að braggarnir eru ónýtir. Til að mynda er allt burðarvirki þeirra ryðgað í gegn,“ segir Anton Kári.

„Við byrjum því á að rífa einn bragganna og annan að hluta til. Látum þó einn standa áfram, svo sveitamarkaðurinn, sem er mikilvæg starfsemi, hafi áfram aðstöðu.“

Lengri umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðið í dag, miðvikudag.

mbl.is