Meiri eftirspurn en fyrir heimsfaraldur

Ferðamenn á Íslandi | 21. júlí 2022

Meiri eftirspurn en fyrir heimsfaraldur

Ferðaþjónustan hér á landi hefur komið til baka af miklum krafti eftir að hafa legið í dvala síðustu tvö ár vegna heimsfaraldurs Covid-19. Forsvarsmenn bílaleiga segja að meira hafi verið að gera síðustu vikur en um sumarið 2019. Þá séu horfurnar einnig góðar fyrir næstu mánuði.

Meiri eftirspurn en fyrir heimsfaraldur

Ferðamenn á Íslandi | 21. júlí 2022

Mikil eftirspurn hefur verið eftir bílaleigubílum í sumar.
Mikil eftirspurn hefur verið eftir bílaleigubílum í sumar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ferðaþjónustan hér á landi hefur komið til baka af miklum krafti eftir að hafa legið í dvala síðustu tvö ár vegna heimsfaraldurs Covid-19. Forsvarsmenn bílaleiga segja að meira hafi verið að gera síðustu vikur en um sumarið 2019. Þá séu horfurnar einnig góðar fyrir næstu mánuði.

Ferðaþjónustan hér á landi hefur komið til baka af miklum krafti eftir að hafa legið í dvala síðustu tvö ár vegna heimsfaraldurs Covid-19. Forsvarsmenn bílaleiga segja að meira hafi verið að gera síðustu vikur en um sumarið 2019. Þá séu horfurnar einnig góðar fyrir næstu mánuði.

Í samtali við mbl.is segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, gott jafnvægi ríkja milli framboðs og eftirspurnar á bílaleigumarkaðnum. „Ég myndi segja að þetta sé bara komið í eðlilegt horf. Þetta er betra en það var fyrir Covid. Að vísu er árið ekki búið. En eins og staðan er núna þá lítur þetta betur út.“

Hann segir Bandaríkjamenn hafa skipað stærstan hóp viðskiptavina Bílaleigu Akureyrar í sumar en Evrópubúar hafi einnig verið áberandi, þá aðallega Þjóðverjar og íbúar Mið-Evrópu. Lítið sem ekkert hafi þó verið um ferðamenn frá Asíu. 

Nóg af bílum

Mesta eftirspurnin í sumar, að sögn Steingríms, hefur verið eftir litlum jeppum, litlum fólksbílum og húsbílum.

Aldrei hafi komið upp sú staða að öll ökutækin hafi verið í útleigu samtímis. Þó hafi ekki álvallt verið hægt að uppfylla óskir viðskiptavina um ákveðnar gerðir bíla. 

„Húsbílarnir eru náttúrlega orðnir fullbókaðir, það eru fáir bílar í þeim flokki. En almennt eigum við nóg af bílum.“

Starfsmannamál hafa reddast fyrir horn. Þótt vissulega hefði verið ákjósanlegra að hafa aðeins fleiri í vinnu, þá hefur neyðarástand ekki skapast, segir Steingrímur. 

„Okkar frábæra fólk hefur bara þurft að hlaupa aðeins hraðar,“ bætir hann við glettinn.

Allir sigla þennan sama sjó

Sig­fús B. Sig­fús­son, for­stjóri bíla­leig­unn­ar Hertz, tekur í sama streng og segir horfurnar hjá fyrirtækinu góðar út næstu mánuði. Líkt og hjá Bílaleigu Akureyrar hefur reksturinn einnig verið öflugri síðustu vikur, samanborið við sumarið áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á. 

„Fólk virðist vera hérna lengur í senn, sem er betra. Árið 2019 voru allir að gera svo mikið fyrir svo lítið,“ segir Sigfús í samtali við mbl.is.

Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ekki verið með jafn marga bíla í útleigu í sumar og það ætlaði sér, þá hefur aldrei komið upp sú staða að ekki hafi verið hægt að fá bíl á leigu.

„Nýtingin hefur verið góð, starfsfólkið er búið að standa sig frábærlega, og það er mikið að gera. Ég held að allir sigli þennan sama sjó.“

mbl.is