Þórdís Sif nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar

Sveitarstjórnarkosningar 2022 | 21. júlí 2022

Þórdís Sif nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar

Lagt verður fyrir næsta fund bæjarráðs Vesturbyggðar að ráða Þórdísi Sif Sigurðardóttur sem næsta bæjarstjóra sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vesturbyggðar.

Þórdís Sif nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar

Sveitarstjórnarkosningar 2022 | 21. júlí 2022

Þórdís Sif Sigurðardóttir, nýr sveitarstjóri Vesturbyggðar.
Þórdís Sif Sigurðardóttir, nýr sveitarstjóri Vesturbyggðar.

Lagt verður fyrir næsta fund bæjarráðs Vesturbyggðar að ráða Þórdísi Sif Sigurðardóttur sem næsta bæjarstjóra sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vesturbyggðar.

Lagt verður fyrir næsta fund bæjarráðs Vesturbyggðar að ráða Þórdísi Sif Sigurðardóttur sem næsta bæjarstjóra sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vesturbyggðar.

Áður var Þórdís sveitarstjóri Borgarbyggðar frá 2020 til 2022 undir meirihluta Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna, en meirihlutinn var felldur í kosningum þegar Framsóknarflokkurinn fékk fimm fulltrúa kjörna í sveitarstjórnina. Tilkynnti Þórdís í kjölfarið að nýr meirihluti hefði ákveðið að endurráða hana ekki.

Þórdís var einnig áður bæjarritari og staðgengill bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á árunum 2013-2020. Þá sat hún í ýmsum stjórnum og starfshópum, m.a. í starfshóp um aðgerðir á Flateyri í kjölfar snjóflóðs, í stjórn Brákar húsnæðissjálfseignarstofnunar, Gleipnis nýsköpunar- og þróunarmiðstöðvar, Blábankans á Þingeyri og Lýðskólans á Flateyri.

Þórdís er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Reykjavíkur og B.sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst.

Fram kemur í tilkynningu sveitarfélagsins að ráðning Þórdísar taki formlega gildi þegar hún hefur verið staðfest á næsta fundi bæjarráðs.

mbl.is