Málaði „stop war“ og var handtekin

Úkraína | 22. júlí 2022

Málaði „stop war“ og var handtekin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær úkraínska konu fyrir að mála á stöpul og gangstétt fyrir utan rússneska sendiráðið á Garðastræti 33.

Málaði „stop war“ og var handtekin

Úkraína | 22. júlí 2022

Kona málaði með rauðri málningu fyrir framan sendiráð Rússlands í …
Kona málaði með rauðri málningu fyrir framan sendiráð Rússlands í gær. Ljósmynd/Aðsend

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær úkraínska konu fyrir að mála á stöpul og gangstétt fyrir utan rússneska sendiráðið á Garðastræti 33.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær úkraínska konu fyrir að mála á stöpul og gangstétt fyrir utan rússneska sendiráðið á Garðastræti 33.

Konan var handtekin og yfirheyrð á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í kjölfarið, en henni var sleppt að því loknu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti þetta við blaðamann.

Konan málaði „terro Russia“ á stöpul fyrir utan sendiráðið og „stop war“ eða „stöðvið stríð“ á gangstéttina fyrir framan sendiráðið.

Konan, sem ekki vildi koma fram undir nafni, sagði í samtali við mbl.is að almenningur hafi dofnað yfir fréttunum af stríðinu í Úkraínu. Ekkert hafi lagast þar í landi og Rússar flaggi sama fána við sendiráðið á Garðastræti og þeir gera í Úkraínu, þar sem þeir fremja stríðsglæpi.

Hún segir að hún hafi verið á þriðja tíma í haldi lögreglu. Lögreglan hafi sagt henni að sendiráðið geti kært verknaðinn ef það kjósi. Þá lagði lögreglan til að hún myndi mótmæla með friðsamlegri hætti í framtíðinni.

Konan var handtekin fyrir að mála á gangstétt og stöpul …
Konan var handtekin fyrir að mála á gangstétt og stöpul fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is