Með endajaxlana heima í skúffu

Áhugavert fólk | 22. júlí 2022

Með endajaxlana heima í skúffu

Kristjana Huld Kristinsdóttir er 28 ára orkubolti og kennir hóptíma í World Class. Hún er nemandi í viðskipta markaðsfræði við háskólann á Bifröst og hefur starfað sem flugfreyja samhliða því síðustu ár. Kristjana er viðmælandi vikunnar að þessu sinni.

Með endajaxlana heima í skúffu

Áhugavert fólk | 22. júlí 2022

Kristjana Huld Kristinsdóttir er 28 ára orkubolti og kennir hóptíma í World Class. Hún er nemandi í viðskipta markaðsfræði við háskólann á Bifröst og hefur starfað sem flugfreyja samhliða því síðustu ár. Kristjana er viðmælandi vikunnar að þessu sinni.

Kristjana Huld Kristinsdóttir er 28 ára orkubolti og kennir hóptíma í World Class. Hún er nemandi í viðskipta markaðsfræði við háskólann á Bifröst og hefur starfað sem flugfreyja samhliða því síðustu ár. Kristjana er viðmælandi vikunnar að þessu sinni.

Kristjana býr í Garðabænum ásamt manni sínum Magnúsi Ársælssyni. Hún lifir fyrir hreyfingu af ýmsu tagi þá sérstaklega líkamsrækt en hana langar að þjálfa fólk meira og hjálpa því að ná sínum markmiðum með hreyfingu og réttu hugarfari.

„Ég skal viðurkenna að þetta var farið að verða of mikið þannig ég sagði upp störfum sem flugfreyja fyrir mánuði síðan. Ég er búin að fljúga í heildina í fimm ár með Wow og Play. Ég var orðin fyrstafreyja hjá Play sem ég elskaði en ég fann samt bara á mér andlega og líkamlega að ég þurfti að fara minnka aðeins við mig.“

„Ég hef óvenju gaman að stunda Crossfit, ólympískar lyftingar, dans, yoga, snjóbretti, línuskauta og hjóla og það má endalaust telja meira, þar sem ég elska að prófa nýja hluti því maður veit aldrei fyrr en maður prófar hlutina.“

Hvernig myndir þú lýsa eigin útliti ?

„Fer eftir dögum og hvernig mig líður. Það er mjög erfitt að setja mig í ákveðin kassa þar sem ég elska að vera öðruvísi og klæða mig eins og engin annar. Ég hef aldrei verið hrædd við að stíga út fyrir þennan leiðinda þægindaramma. Ég mun endalaust stíga út fyrir hann og mæli eindregið með að fólk geri hið sama. Mér líður best í björtum glaðlegum fatnaði.“

Ef fundin yrði upp pilla sem gerði þig 200 ára myndirðu kaupa hana og í hvað myndirðu eyða þessum auka árum ?

„Ég myndi einungis kaupa hana ef allir ástvinir mínir myndu líka gera það. Rosalega myndi það vera einmannlegt ef ég myndi lifa alla mína ástvini af og vera ein. Ég myndi taka hana ef ég vissi að ég væri enn þá með hreyfigetu svona gömul. Þá myndi ég vilja ferðast út um allan heiminn og verja tímanum mínum með skemmtilegu fólki.“ 

Hvaða auglýsingar þolir þú ekki?

„Atlantsolíu auglýsinguna, það eru allir orðnir þreyttir á Baby shark laginu. Ég fæ pínu hroll þegar ég heyri þessa auglýsingu.“

Hvaða bók lastu síðast?

„Fjárfestingar eftir Anítu, Kristínu og Rósu virkilega áhugaverð bók. Ef þú ert í fjárfestingar hugleiðingum þá leynast allskonar tips og trix sem gott er að hafa í huga áður en þú leggur af stað, mæli með þessari bók og flottar konur þarna á ferð.“

Á hvernig tónlist hlustar þú mest?

„Þessa dagana er ég mest fyrir spænska danstónlist sem er mín feel good tónlist. Þegar ég fer að lyfta þungt í ræktinni eða blasta í bílnum þá er með ég tekknó, rapp og rokk efst á listanum.“

Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfan þig?

„Að það er í lagi að staldra við og njóta augnabliksins ekki strunsa áfram og vera alltaf á hlaupum, heldur slaka á og njóta“

Hvað er það skrítnasta sem þú átt?

„Það eina sem mig dettur í hug er að endajaxlarnir mínir voru teknir og ég á þá ennþá í skúffunni heima.“

Hverju ertu stoltust af?

„Þegar ég varð Íslands og bikarmeistari á Íslandi í bikini–fitness og þegar ég vann minn flokk á Englandi. Ég er búin að keppa á mjög mörgum bikini–fitness mótum og verð ég bara að viðurkenna að ég er mjög stolt af mér hafa keppt á svona mörgum mótum erlendis þrátt fyrir hversu erfitt þetta var. Ég er mjög stolt af sjálfri mér hafa gert þetta og hafa þróað með mér mjög mikinn aga í leiðinni og þá helst með hreyfingu og fæðu inntöku. Ég er líka mjög stolt af mér að þora að fara mikið út fyrir þægindarammann minn og ég hef aldrei verið góð í stærðfræði og er smá gáttuð af sjálfri mér að hafa valið viðskipta markaðsfræði og stend mig bara mjög vel þó ég segi nú sjálf frá.“

Hvert er átrúnaðargoðið þitt ?

„Það er klárt mál. Mamma mín Ellen Elsa og pabbi minn Kristinn Vignir sem eru mínar fyrirmyndir sem ýta mér alltaf örlítið meira áfram.“

Hefur þú þóst vera veikur til þess að sleppa við að mæta í vinnu eða skóla?

„Ég hef aldrei haft það í mér að gera slíkt og mun aldrei gera það nema ég sé virkilega veik.“

hvaða hluti tækir þú með þér á eyðieyju?

„Magga minn, veiðistöng, tjald og einnig klár mál að ég myndi taka með mér kjötsúpu því ég gæti lifað á henni.“

Hvað áttu margar æfingarbuxur?

„Hló smá að þessari spurningu, því ég viti ekki alveg svarið en ég hugsa að sú tala sé 40 stykki eða fleiri, en skal einhvern tímann gera heiðarlega tilraun og telja þær nákvæmlega.“

Hver myndir þú vilja vera ef þú gætir skipt um líf í eina viku?

„Klár mál Freddie Mercury þegar hann var á lífi. Það sem ég væri til í að fara á tónleika með honum og hvað þá ef ég væri hann og gæti sungið eins og hann. Það væri nú mesta veislan að geta verið hann og fengið að túra í þessa viku sem ég væri hann það væri nú toppurinn.“

Hvaða setning hefur haft mestu áhrifin á líf þitt?

„Þú getur gert hvað sem er þú þarft bara að vilja það nógu mikið, svo er það önnur setning sem situr alltaf í hausnum mínum. Taktu lífinu ekki of alvarlega því þú lifir það hvort sem er ekki af, af hverju að bíða með eitthvað sem þig langar virkilega að gera en það situr alltaf á því því þú þorðir ekki. Burt með þessa hugsun og gerðu það bara og hafðu gaman af því.“ 


Hvaða Hollywood stjörnu ertu skotin í?

„Ég er að deyja yfir Cillian Murphy sem leikur Thomas Shelby í Peaky Blinders. Er aðeins of skotin í honum“

Hvaða spurningu viltu að næsti viðmælandi svari?

„Ef þú fengir eina ósk sem yrði uppfyllt á morgun, hver væri hún?“

mbl.is