„Þetta er algjörlega galið“

Dagmál | 25. júlí 2022

„Þetta er algjörlega galið“

Áður en kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson hóf að gefa út hlaðvarpsþættina Karlmennskan og halda úti Instagram-reikningi undir sama nafni, vildi hann vekja stráka og karlmenn til umhugsunar um hið margslungna kynjakerfi og hvaða áhrif það hafði á líf þeirra.

„Þetta er algjörlega galið“

Dagmál | 25. júlí 2022

Áður en kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson hóf að gefa út hlaðvarpsþættina Karlmennskan og halda úti Instagram-reikningi undir sama nafni, vildi hann vekja stráka og karlmenn til umhugsunar um hið margslungna kynjakerfi og hvaða áhrif það hafði á líf þeirra.

Áður en kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson hóf að gefa út hlaðvarpsþættina Karlmennskan og halda úti Instagram-reikningi undir sama nafni, vildi hann vekja stráka og karlmenn til umhugsunar um hið margslungna kynjakerfi og hvaða áhrif það hafði á líf þeirra.

„Kæru strákar, störtum byltingu,“ segir Þorsteinn þegar hann lýsir því hvernig stöðuuppfærslan, þar sem hann hvetur karlmenn til að deila sögum um hvernig kynjaðar staðalmyndir hafa haft áhrif á líf þeirra, hófst.

„Þetta er algjörlega galið,“ segir Þorsteinn þegar hann hugsar til baka.

Hann segir það ekki hafa hvarflað að sér að markmiðið með stöðuuppfærslunni myndi ekki takast heldur hafi hann einfaldlega „vaðið áfram“ í karlmennsku sinni uppfullur af sjálfstrausti. 

Byltingin sem Þorsteinn vildi ýta úr vör byrjaði þó ekki eins og hann hafði hugsað sér en fyrstu klukkustundirnar voru bara konur að deila stöðuuppfærslunni og einungis örfáir vinir hans sem tóku þátt í að deila sögum.

„Og ég hugsaði bara oh my god, þetta er vandræðalegt.“

Þorsteinn lét það þó ekki stöðva sig heldur tók hann skjáskot af færslunni og deildi á Twitter. Þar fór boltinn að rúlla og nokkrum dögum síðar höfðu nokkur hundruð karlmenn deilt frásögnum sínum.

Þorsteinn var gestur í nýjasta þætti Dagmála

mbl.is