Hornið sjálft sem er ekki alveg handan við hornið

Fjallganga | 27. júlí 2022

Hornið sjálft sem er ekki alveg handan við hornið

Nyrsta nef Hornbjargs, sjálft Hornið, er ekki alveg handan við hornið. Fyrst þarftu að keyra til Norðurfjarðar, svo þarftu að taka bát í tvo tíma og svo þarftu að labba í marga klukkutíma áður en draumurinn rætist. 

Hornið sjálft sem er ekki alveg handan við hornið

Fjallganga | 27. júlí 2022

Hér er plastið úr sjónum nýtt sem hárskraut.
Hér er plastið úr sjónum nýtt sem hárskraut. mbl.is/Marta María

Nyrsta nef Hornbjargs, sjálft Hornið, er ekki alveg handan við hornið. Fyrst þarftu að keyra til Norðurfjarðar, svo þarftu að taka bát í tvo tíma og svo þarftu að labba í marga klukkutíma áður en draumurinn rætist. 

Nyrsta nef Hornbjargs, sjálft Hornið, er ekki alveg handan við hornið. Fyrst þarftu að keyra til Norðurfjarðar, svo þarftu að taka bát í tvo tíma og svo þarftu að labba í marga klukkutíma áður en draumurinn rætist. 

Síðasta sumar fór hópur af konum í göngu- og jógaferð á Hornstrandir. Markmið ferðarinnar var að ganga út á Horn, sem er nyrsta nef Hornbjargs. Gróa Másdóttir, fararstjóri hjá Grænum ferðum, skipulagði ferðina en hún fer reglulega með hópa á þennan stað. Þessi ferð var skemmtileg en hún hentar kannski ekki fólki sem nennir ekki veseni. Það er nefnilega vesen að komast út á Horn.

Hópurinn keyrði á einkabílum til Norðurfjarðar og gisti þar eina nótt. Morguninn eftir fór hópurinn um borð í bát sem sigldi í átt að Hornbjargsvita þar sem gist var meðan á ferðinni stóð.

Fyrir Reykjavíkurdömur, sem vilja helst sofa með silkikodda og tætast áfram í lífinu á 12 sentímetra háum hælum, þá var þetta svolítil áskorun. Sem betur fer fundust gönguskór í bílskúrnum og líka strigaskór, skel, ullarhúfa og prímaloft-úlpa sem hægt var að hafa meðferðis.

Ferðin byrjaði í Krossneslaug í Norðurfirði.
Ferðin byrjaði í Krossneslaug í Norðurfirði. mbl.is/Marta María

Ferðin byrjaði vel. Báturinn kom að landi í Norðurfirði og sigldi með hópinn í Smiðjuvík en þaðan er 12 km ganga yfir í Hornbjargsvita. Á meðan hópurinn labbaði yfir holt og hæðir í átt að vitanum fóru sjóararnir með farangurinn á náttstaðinn. Gangan tók um fimm klukkutíma og var þægileg og skemmtileg því í þessari ferð voru ferlega skemmtilegar konur. Sólin skein og það var spenningur í hópnum að koma í Hornbjargsvita. Hver vill ekki heimsækja helstu stjörnu veðurfréttanna?

Valentína Björnsdóttir bauð upp á graut í bátnum á leið …
Valentína Björnsdóttir bauð upp á graut í bátnum á leið í gönguna. mbl.is/Marta María
Það er nauðsynlegt að hafa með sér gott nesti. Valentína …
Það er nauðsynlegt að hafa með sér gott nesti. Valentína er mjög góð í að búa til svona grauta. mbl.is/Marta María

Þegar í vitann var komið þurfti reyndar að ferja dótið úr bátnum upp í vitann. Margar hefðu kannski pakkað örlítið léttar ef þær hefðu vitað að þær þyrftu að burðast með dótið sjálfar en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Næst á dagskrá var að slást um bestu svefnplássin í vitanum en sú saga verður ekki tíunduð hér.

Svo kom að stóru stundunni, að ganga út á Horn. Sú ganga er um 20 km löng og getur tekið átta til tíu klukkutíma. Veður var ágætt þegar hópurinn lagði af stað en á leiðinni var margt að sjá enda fegurðin stórbrotin. Á leiðinni voru heimsmálin krufin en gönguhraðinn var þægilegur þannig að enginn örmagnaðist. Það voru því glaðir göngugarpar sem komu í Hornbjargsvita reynslunni ríkari.

Hópurinn í gúmmítúttu á leið í land.
Hópurinn í gúmmítúttu á leið í land. mbl.is/Marta María
Ströndin við Hornbjargsvita er lítil og krúttleg.
Ströndin við Hornbjargsvita er lítil og krúttleg. mbl.is/Marta María

Í ferðinni var líka gengið um svæðið í kringum vitann. Farið í sjósund og gerðar jógaæfingar. Ef þú ert þessi útivistartýpa sem dýrkar að gista í skála þá ættir þú að láta þetta eftir þér. En ef þú ert spariskór frá Reykjavík þá ættir þú líka að láta það eftir þér. Þú kemur einhvern veginn sjóaðri til baka!

Til þess að komast í Hornbjargsvita þarf að ferja vistir …
Til þess að komast í Hornbjargsvita þarf að ferja vistir og fólk upp þennan bratta stiga. mbl.is/Marta María
Fegurð Hornstranda er mikil.
Fegurð Hornstranda er mikil. mbl.is/Marta María
Það er um 12 km ganga frá Smiðjuvík yfir á …
Það er um 12 km ganga frá Smiðjuvík yfir á Hornbjargsvita. mbl.is/Marta María
Fegurðin á Horni er mikil eins og sjá má á …
Fegurðin á Horni er mikil eins og sjá má á myndinni. mbl.is/Marta María
Á leiðinni út á Horn er einstök náttúrufegurð.
Á leiðinni út á Horn er einstök náttúrufegurð. mbl.is/Marta María
mbl.is/Marta María
mbl.is/Marta María
mbl.is/Marta María
Horn á Hornströndum er nyrsti oddi landsins.
Horn á Hornströndum er nyrsti oddi landsins. mbl.is/Marta María
mbl.is