Þykir dökka hárið kynþokkafullt

Hárið | 27. júlí 2022

Þykir dökka hárið kynþokkafullt

Leikkonan Nicola Peltz ákvað að segja skilið við ljósu lokkana á dögunum og litaði hárið sitt dökkt. Eiginmaður hennar, Brooklyn Beckham virðist hæstánægður með nýja hárið ef marka má ummæli hans við nýjustu mynd Peltz. 

Þykir dökka hárið kynþokkafullt

Hárið | 27. júlí 2022

Leikkonan Nicola Peltz er orðin dökkhærð.
Leikkonan Nicola Peltz er orðin dökkhærð. Samsett mynd

Leikkonan Nicola Peltz ákvað að segja skilið við ljósu lokkana á dögunum og litaði hárið sitt dökkt. Eiginmaður hennar, Brooklyn Beckham virðist hæstánægður með nýja hárið ef marka má ummæli hans við nýjustu mynd Peltz. 

Leikkonan Nicola Peltz ákvað að segja skilið við ljósu lokkana á dögunum og litaði hárið sitt dökkt. Eiginmaður hennar, Brooklyn Beckham virðist hæstánægður með nýja hárið ef marka má ummæli hans við nýjustu mynd Peltz. 

„Kynþokkafull elskan,“ skrifaði Beckham við myndina af Peltz, en brúnn er náttúrulegur hárlitur Peltz. Hún var með dökkt hár til ársins 2012, en þá litaði hún hár sitt ljóst og hefur gert það síðan. 

Peltz er ekki eina stjarnan sem hefur farið úr ljósum lokkum yfir í dökka í sumar, en stjörnur á borð við Billie Eilish, Hailey Bieber og Karlie Kloss hafa rokkað dökku hári í sumar. 

mbl.is