Þykir leitt að geta ekki brugðist við fyrr

MeT­oo - #Ég líka | 27. júlí 2022

Þykir leitt að geta ekki brugðist við fyrr

Skipulagsteymi Druslugöngunnar segir í tilkynningu að töf á viðbrögðum frá teyminu sé ekki merki um meðvirkni af þeirra hálfu. Teymið sé skipað sjálfboðaliðum sem hafa margar hverjar þurft að há baráttu gegn eigin jaðarsetningu. 

Þykir leitt að geta ekki brugðist við fyrr

MeT­oo - #Ég líka | 27. júlí 2022

Skipulagsteymi Druslugöngunnar hefur sent frá sér tilkynningu.
Skipulagsteymi Druslugöngunnar hefur sent frá sér tilkynningu. mbl.is/Hákon Pálsson

Skipulagsteymi Druslugöngunnar segir í tilkynningu að töf á viðbrögðum frá teyminu sé ekki merki um meðvirkni af þeirra hálfu. Teymið sé skipað sjálfboðaliðum sem hafa margar hverjar þurft að há baráttu gegn eigin jaðarsetningu. 

Skipulagsteymi Druslugöngunnar segir í tilkynningu að töf á viðbrögðum frá teyminu sé ekki merki um meðvirkni af þeirra hálfu. Teymið sé skipað sjálfboðaliðum sem hafa margar hverjar þurft að há baráttu gegn eigin jaðarsetningu. 

„Okkur þykir leitt að við gátum ekki brugðist við fyrr, en meðlimir teymisins eru sjálfboðaliðar sem þurfa sinna öðrum skuldbindingum í dagvinnu. Sú töf var túlkuð sem aðgerðarleysi og/eða meðvirkni af okkar hálfu, sem er miður,“ segir í tilkynningunni.

Tilkynningin var gefin út í kjölfar umræðu á samfélagsmiðlinum um að einum skipuleggjanda göngunnar hafi mislíkað að kona, sem hann hafði farið á eitt stefnumót með, hafi komið á viðburð á vegum göngunnar með öðrum manni. Sagði hann í tísti, sem hann eyddi skömmu seinna, að konan hafi komið með manninum á viðburðinn aðeins í þeim tilgangi til að særa hann. 

„Aðili í gær mætti á kvöld sem ég hef unnið lengi að með öðrum, bara til þess að reyna að særa mig á versta hátt mögulegan. Henni tókst það þó ekki, ég fór bara úr aðstæðunum, kynntist frábæru fólki og náði að njóta í botn. Léleg og uncalled tilraun samt sem áður,“ skrifaði maðurinn á Twitter.

Vikið úr nefndinni

Þrátt fyrir að hafa eytt tístinu vakti það mikla athygli og umræða skapaðist um það í kjölfarið. Konan sem um ræðir opnaði sig líka um atvikið og hrakti staðhæfingu hans um að hún hafi reynt að særa hann með veru sinni á viðburðinum. 

„Þegar ég vakna í morgun, sé ég tweet um mig, að ég hafi verið í aðförum gegn manninum fyrrnefnda, þar sem minn tilgangur hafi átt að vera að særa hann, með því að mæta á þennan viðburð. Má maður ekki, vera ekki hrifinn, eftir deit á Tinder, hugsa um sín mörk, sínar tilfinningar, án þess að verða tekinn af lífi á Twitter, fyrir að mæta á viðburð hjá Druslugöngunni. Sem er fyrir alla?“

Í tilkynningu skipulagsteymisins kemur fram að manninum hafi verið boðið að víkja úr teyminu sem hann þáði. „Ferlið að ákvarðanatökunni var allt miðað við að bæta fyrir orðinn skaða og niðurstaðan fengin í samráði við stúlkuna sem hlut átti að máli,“ segir í tilkynningunni og þar tekið fram að sjónarmið mannsins eigi engan hljómgrunn innan teymisins. 

Í tilkynningu til mbl kemur fram að hinir meðlimir teymisins hafi fyrst frétt af umræddu tweeti um hádegisbil í gær, og ráðist samdægurs í aðgerðir eftir að rætt hafði verið við öll hlutaðeigandi.

mbl.is