„Ekkert verið að búa til drama“

Áhrifavaldar | 28. júlí 2022

„Ekkert verið að búa til drama“

Áhrifavaldarnir Birgitta Líf Björnsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Magnea Björg Jónsdóttir og Ína María Norðfjörð geta bætt titlinum raunveruleikastjörnur í safnið í ágúst en þá fer fyrsti þátturinn af LXS raunveruleikaþáttunum í loftið. Birgitta Líf segir þær vera ótrúlega stoltar af þáttunum en að það hafi líka verið áskorun að búa þá til. 

„Ekkert verið að búa til drama“

Áhrifavaldar | 28. júlí 2022

Magnea Björg Jónsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Birgitta Líf …
Magnea Björg Jónsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir og Ína María Norðfjörð mæta á skjáinn 17. ágúst.

Áhrifavaldarnir Birgitta Líf Björnsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Magnea Björg Jónsdóttir og Ína María Norðfjörð geta bætt titlinum raunveruleikastjörnur í safnið í ágúst en þá fer fyrsti þátturinn af LXS raunveruleikaþáttunum í loftið. Birgitta Líf segir þær vera ótrúlega stoltar af þáttunum en að það hafi líka verið áskorun að búa þá til. 

Áhrifavaldarnir Birgitta Líf Björnsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Magnea Björg Jónsdóttir og Ína María Norðfjörð geta bætt titlinum raunveruleikastjörnur í safnið í ágúst en þá fer fyrsti þátturinn af LXS raunveruleikaþáttunum í loftið. Birgitta Líf segir þær vera ótrúlega stoltar af þáttunum en að það hafi líka verið áskorun að búa þá til. 

Hugmyndin að þáttunum kviknaði á Instagram þegar Birgitta setti inn spurningabox og stakk einn fylgjandi hennar upp á að þær vinkonuhópurinn myndi búa til raunveruleikaþætti. 

„Ég setti þetta bara í story í algjöru gríni og skrifaði „Stöð 2 sign us up“ og fæ bókstaflega bara strax skilaboð frá Arnari hjá Ketchup, sem eru að framleiða þættina, „let's do it“,“ segir Birgitta. Hún segist fyrst hafa verið mjög hissa og haldið að hann væri að grínast, en svo kom á daginn að var alls ekki að grínast.

Við tóku fundir um hverjar væru til í að taka þátt og hvernig væri best að gera þetta. Stelpurnar eru fimm í þáttunum en í LXS vinahópnum eru sjö. Þær Kristín Pétursdóttir og Hildur Sif Hauksdóttir eru ekki með. Birgitta segir ástæðuna vera einfalda, Hildur hafi verið að flytja til London og Kristín vinnur sem leikkona og flugfreyja, og því höfðu þær ekki tök á að vera með. Þær eru þó enn hluti af vinahópnum og koma fyrir í þáttunum þegar þær eru allar saman. 

Tökur hófust í byrjun mars og eru að klárast núna í lok júlí. „Þetta er alveg yfir langt tímabil, þannig þetta er bara í alvöru það sem við erum búnar að vera gera síðustu mánuði,“ segir Birgitta. Spurð hvort erfitt hafi verið að halda þessu leyndu fyrir fylgjendum á Instagram segir Birgitta jú, en að fregnir af þáttunum hafi verið byrjaðar að spyrjast út.

„Það byrjuðu alveg frekar fljótt að koma spurningar og fólk var farið að leggja saman tvo og tvo. Eins og þegar við höfum verið á einhverjum stöðum þar sem tökulið er að elta okkur,“ segir Birgitta.  

Kardashian og Real Houswives fyrirmyndin

Fyrirmynd þáttanna eru stórar raunveruleikaþáttaraðir á borð við Real Houswives og Kardashians. Spurð hvort áhorfendur megi búast við miklu drama segir Birgitta að það komi alveg eitthvað smá upp á, eins og hjá öllum.

„En það var ekkert verið að búa til drama, þetta á bara að vera alvöru. Ég held að þetta komi bara mjög vel út og við erum mjög stoltar af þessu. Fólk fær að kynnast okkur nánar og á annan hátt en maður setur sjálfur út á Instagram,“ segir Birgitta. 

„Í fyrstu fyrstu tökunum var maður pínu var um sig, en kannski eftir svona klukkutíma þá var maður búinn að gleyma að þau væru þarna inni. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið eðlilegt, en maður vandist þessu og þetta var svo þægilegt tökulið að vinna með,“ segir Birgitta og bætir við að stundum hafi hún hugsað að hennar besta hlið sneri ekki að tökuvélunum, en áttað sig á því að það var ekkert sem hún gat stjórnað á þeim tímapunkti.

Í þáttunum fara stelpurnar tvisvar sinnum til útlanda og segir hún að það hafi ekki verið neitt grín að ferðast, sjö stelpur með nóg af farangri, og við bættist svo tökulið með allt sitt hafurtask.

Stelpurnar eru góðar vinkonur Patreks Jamie, Bassa Maraj og Binna Glee sem eru í raunveruleikaþáttunum Æði, sem einnig eru sýndir á Stöð 2. Spurð hvort þær hafi fengið einhver ráð frá strákunum segir þau hafi vissulega getað borið saman bækur sínar um upplifunina, en að concept þáttanna væri þó ekki alveg það sama. 

Fyrsti þátturinn fer í loftið 17. ágúst næstkomandi og eru sex þættir í seríunni.

mbl.is