Þjóðverjar slökkva ljós og fara í kaldar sturtur

Úkraína | 28. júlí 2022

Þjóðverjar slökkva ljós og fara í kaldar sturtur

Yfirvöld í Þýskalandi hafa gripið til ýmissa ráða í viðleitni til að draga úr orkunotkun þjóðarinnar vegna hótana Rússlands um að skerða enn frekar afhendingu gass til landsins.

Þjóðverjar slökkva ljós og fara í kaldar sturtur

Úkraína | 28. júlí 2022

Hitabylgjan sem gengur yfir Evrópu hefur eflaust hjálpað mörgum við …
Hitabylgjan sem gengur yfir Evrópu hefur eflaust hjálpað mörgum við að taka kaldar sturtur. AFP/Tobias Schwarz

Yfirvöld í Þýskalandi hafa gripið til ýmissa ráða í viðleitni til að draga úr orkunotkun þjóðarinnar vegna hótana Rússlands um að skerða enn frekar afhendingu gass til landsins.

Yfirvöld í Þýskalandi hafa gripið til ýmissa ráða í viðleitni til að draga úr orkunotkun þjóðarinnar vegna hótana Rússlands um að skerða enn frekar afhendingu gass til landsins.

Slökkt hefur verið á ljósum sem lýsa upp sögulegar byggingar og minnisvarða í höfuðborginni Berlín og munu yfir 200 kennileiti standa í myrkrinu að næturlagi á næstu fjórum vikum, þar á meðal ráðhúsið og ríkisóperuhúsið.

þá hafa borgaryfirvöld í Hannover tilkynnt að einungis verði boðið upp á kalt vatn í sturtunum í almenningssundlaugum og -íþróttamiðstöðvum.

„Í ljósi stríðsins og hótana Rússa um skerðingu á orkuafhendingu, er mikilvægt að við förum eins sparlega með orkuna okkar og mögulegt er,“ sagði Bettina Jarasch, yfirmaður umhverfismála borgarinnar, í dag. 

Sagði hún skilaboðin eiga við um alla, almenna neytendur, opinberar stofnanir og stóriðnaiðnaðinn.

Draga úr afhendingu

Rúss­neski ork­urisinn Gazprom hyggst draga úr út­flutn­ingi gass til Evr­ópu­ríkja en eins og greint hef­ur verið frá hef­ur fyrirtækið nú þegar minnkað orkuafhendingu til Evr­ópu­ríkja töluvert. Í byrj­un júlí hafði til að mynda engu rúss­nesku gasi verið dreift til Þýska­lands í gegn­um Nord Stream-gas­leiðsluna í tíu daga í röð. 

Orkusparnaðarátak er hafið í Þýskalandi ekki síður vegna himinhás verðlags á gasi vegna stríðsins í Úkraínu. Evrópusambandið samþykkti fyrr í vikunni að minnka notkun á rússnesku gasi í öllum sambandsríkjum.

Hafa þjóðverjar heitið því að draga úr notkun loftkælingar, efla almenningssamgöngur og að hvetja fólk til að nota sturtuhausa sem spara orku.

Áður en stríðið í Úkraínu hófst keypti Þýskaland 55% af jarðgasi sínu af Rússlandi. Það hlutfall hefur nú lækkað talsvert, eða niður í 35%, en þrátt fyrir það eru Þjóðverjar enn talsvert háðir Rússlandi þegar kemur að þessum viðskiptum.

mbl.is