Úkraínumenn bæta upp fyrir skort á rússnesku gasi

Úkraína | 28. júlí 2022

Úkraínumenn bæta upp fyrir skort á rússnesku gasi

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í gær að Úkraína muni auka útflutning  á raforku til Evrópusambandsins sem nú stendur frammi fyrir orkukreppu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Úkraínumenn bæta upp fyrir skort á rússnesku gasi

Úkraína | 28. júlí 2022

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í gær að Úkraína muni auka útflutning  á raforku til Evrópusambandsins sem nú stendur frammi fyrir orkukreppu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í gær að Úkraína muni auka útflutning  á raforku til Evrópusambandsins sem nú stendur frammi fyrir orkukreppu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

„Við erum að undirbúa það að auka raforkuútflutning til neytenda í Evrópusambandinu,“ sagði Selenskí.

„Útflutningur okkar myndi ekki aðeins gera okkur kleift að auka tekjur okkar í erlendri mynt heldur mun hann einnig hjálpa samstarfsaðilum okkar að standast rússneska orkuþrýstinginn,“ sagði hann en Rússar hafa verulega dregið úr orkuflutningi sínum til Evrópu.

„Smám saman munum við gera Úkraínu að einum ábyrgðaraðila orkuöryggis í Evrópu,“ bætti hann við.

Gasflutningar hafa minnkað úr 40% í 20%.
Gasflutningar hafa minnkað úr 40% í 20%. AFP/John MacDougall

Úkraína hóf útflutning á raforku til Evrópusambandsins í gegnum Rúmeníu í byrjun júlí.

Orkueftirlit Þýskalands sagði rússneska orkurisann Gazprom hafa minnkað gasflutninga til Evrópu um Nord stream-leiðsluna í 20 prósent afkastagetu úr 40 prósent.

Ríki ESB hafa sakað Rússa um að hafa skrúfað fyrir gasið til að hefna fyrir refsiaðgerðir vestrænna ríkja og hafna fullyrðingum þeirra um að tæknilegir örðugleikar séu orsakavaldurinn.

mbl.is