Einn ríkasti kaupsýslumaður Úkraínu lést í loftárás

Úkraína | 31. júlí 2022

Einn ríkasti kaupsýslumaður Úkraínu lést í loftárás

Einn af ríkustu kaupsýslumönnum Úkraínu lést í sprengjuárás Rússa á borgina Mikolaív í suðurhluta Úkraínu. 

Einn ríkasti kaupsýslumaður Úkraínu lést í loftárás

Úkraína | 31. júlí 2022

Oleksí Vadatúrskí var 74 ára gamall er hann lést í …
Oleksí Vadatúrskí var 74 ára gamall er hann lést í nótt. Ljósmynd/Nibulon

Einn af ríkustu kaupsýslumönnum Úkraínu lést í sprengjuárás Rússa á borgina Mikolaív í suðurhluta Úkraínu. 

Einn af ríkustu kaupsýslumönnum Úkraínu lést í sprengjuárás Rússa á borgina Mikolaív í suðurhluta Úkraínu. 

BBC greinir frá því að Oleksí Vadatúrskí hafi verið 74 ára er hann lést í nótt ásamt eiginkonu sinni á heimili þeirra í borginni. Árið 2020 mat Forbes verðmæti hans á 450 milljónir dala, eða um 61 milljarð íslenskra króna. 

Vadatúrskí var eigandi fyrirtækisins Nibulon sem sá um kornflutning. Hann hafði hlotið viðurkenninguna „hetja Úkraínu“.

Oleksandr Senkevitsj, borgarstjóri Mikolaív, sagði að líklega væri um að ræða þyngstu sprengjuárás Rússa á borgina síðan stríðið hófst í febrúar. 

Borgin er skammt frá hafn­ar­borg­inni Ódessa við Svarta­hafið. Hótel, tveir skólar, íþróttahöll, bensínstöð og heimili eru á meðal þess sem eyðilagðist í árás næturinnar. 

Vítalía Kim ríkisstjóri sagði að framlag Vadatúrskí til þróunar landbúnaðar og skipasmíða á svæðinu hefði verið ómetanlegt.

Talsmaður Volodimírs Selenskí, for­seta Úkraínu, sagði að árás Rússa hefði að öllum líkindum beinst að kaupsýslumanninum. Að hans sögn var sprengju varpað á svefnherbergi Vadatúrskí og því ljóst að árásin hafi verið viljandi. 

mbl.is