„Með blæti fyrir góðum stígvélum“

Fatastíllinn | 31. júlí 2022

„Með blæti fyrir góðum stígvélum“

Mariane Sól Úlfarsdóttir er 24 ára gömul Vesturbæjarmær með sérlega flottan fatastíl sem hún lýsir sjálf sem blöndu af rómantík, pönki og sporti. Í sumar útskrifaðist Mariane með BA gráðu í listfræði með safnafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og hóf nýverið störf hjá hönnunarhúsinu Norr11. Við fengum að skyggnast inn í fataskáp Mariane, en að hennar sögn er þar að finna mikið af góðum og praktískum flíkum í bland við íburðarmeiri og skemmtilegri flíkur.

„Með blæti fyrir góðum stígvélum“

Fatastíllinn | 31. júlí 2022

Mariane Sól Úlfarsdóttir.
Mariane Sól Úlfarsdóttir.

Mariane Sól Úlfarsdóttir er 24 ára gömul Vesturbæjarmær með sérlega flottan fatastíl sem hún lýsir sjálf sem blöndu af rómantík, pönki og sporti. Í sumar útskrifaðist Mariane með BA gráðu í listfræði með safnafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og hóf nýverið störf hjá hönnunarhúsinu Norr11. Við fengum að skyggnast inn í fataskáp Mariane, en að hennar sögn er þar að finna mikið af góðum og praktískum flíkum í bland við íburðarmeiri og skemmtilegri flíkur.

Mariane Sól Úlfarsdóttir er 24 ára gömul Vesturbæjarmær með sérlega flottan fatastíl sem hún lýsir sjálf sem blöndu af rómantík, pönki og sporti. Í sumar útskrifaðist Mariane með BA gráðu í listfræði með safnafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og hóf nýverið störf hjá hönnunarhúsinu Norr11. Við fengum að skyggnast inn í fataskáp Mariane, en að hennar sögn er þar að finna mikið af góðum og praktískum flíkum í bland við íburðarmeiri og skemmtilegri flíkur.

„Fatastíllinn minn er frekar mótsagnakenndur myndi ég segja. Hann hoppar mikið á milli þess að vera rómantískur, pönkaralegur eða sportlegur. Mér finnst mjög erfitt að lýsa honum nákvæmlega, en ég hef gaman að því að blanda þessum stílum saman,“ segir Mariane. „Ég laðast mest að ljósbláum, dökkbrúnum og kremuðum flíkum ásamt allskyns tónum af grænum.“

Aðspurð segist Mariane oftast falla fyrir fallegum stígvélum. „Ég hef alltaf verið með blæti fyrir góðum stígvélum. Það er vandmeðfarið að finna hin fullkomnu stígvél þannig ef ég finn flott par þá fæ ég þau á heilann.“

Klæðir sig eftir veðrinu

Dagsdaglega setur Mariane þægindi í forgang umfram allt annað, en þó með tilliti til veðurs. „Það þýðir ekki annað hérlendis,“ segir Mariane og hlær. „Dæmigert dress hjá mér er kannski ekki mjög krassandi en það myndi samanstanda af gallabuxum, strigaskóm og blazer-jakka. Ég hef reynt að sanka að mér tímalausum og endingargóðum flíkum í gegnum tíðina sem ég sé fram á að eiga í fleiri ár og geta róterað dagsdaglega.“

Mariane þykir gaman að dressa sig upp fyrir fínni tilefni og gefur sér góðan tíma til að setja saman dress í rólegheitum. „Þeir sem þekkja mig vita að ég tek því mjög alvarlega að setja saman dress fyrir fínni tilefni. Oftast er ég búin að ákveða það viku fram í tímann, jafnvel fyrr, og búin að biðja um álit allra í kringum mig ótal sinnum enda þykir mér ótrúlega gaman að klæða mig upp. Dagsdaglega er ég frekar minimalísk í klæðaburði en við fínni tilefni finnst mér oftast gaman að vera „extra“,“ segir Mariane.

Aðspurð segir Mariane verstu fatakaupin í gegnum árin hafa verið öll þau kaup sem sneru að því að fylgja tískubylgjum sem hafi oft varað í skamman tíma og flíkurnar því lítið notaðar. „Verstu kaupin eru kannski þegar ég grátbað um vinsælu Jeffrey Campbell klossanna í fermingargjöf 2011. Ég notaði þá rándýru skó eftirminnilega lítið og skammast mín enn fyrir það,“ segir Mariane.

Á hinn bóginn segist Mariane hafa gerst sín bestu fatakaup í fyrra. „Það eru margar flíkur í miklu uppáhaldi hjá mér en ég fjárfesti í virkilega góðum ullar blazer-jakka frá Ganni í fyrra sem ég hef notað næstum daglega síðan, svo hann fær vinninginn.“

Regnjakkinn efstur á óskalista

Efst á óskalista Mariane þetta sumarið er ansi íslensk flík, en það er skeljakkinn Hornstrandir Gore Tex Pro frá 66° Norður. Meðfram námi sínu starfaði Mariane einmitt hjá 66° Norður og er því vel kunnug flíkunum þaðan. „Það er ansi freistandi að láta loks verða af því að fjárfesta í honum miðað við alla þessa rigningu sem við megum eiga von á næstu vikur,“ segir Mariane. Hún á sér þó einnig stærri drauma, en ef peningar væru ekki vandamál myndi Mariane fara beinustu leið í tískuhúsið Bottega Venta og kaupa Jodie tösku. Því næst kæmi hún við í Saks Potts og tæki Foxy kápu heim með sér.

Saks Potts er einmitt eitt af uppáhaldsmerkjum Mariane, ásamt Nanushka, Miista og Eytys. „Nýlega er ég líka með Djerf Avenue á heilanum. Ég versla líklega mest í Arket fyrir þessar hefðbundnu flíkur og svo elska ég að kemba í gegnum vintage og second-hand búðir,“ segir Mariane.

Mariane ásamt kærasta sínum, Kristjáni.
Mariane ásamt kærasta sínum, Kristjáni.

Aðspurð hvort til sé flík sem hún myndi aldrei fara í nefnir Mariane Crocs hælaskó. „Það fyrsta sem mér dettur í hug eru Crocs Madame hælarnir frá Balenciaga. Þú sérð mig líklega ekki í þeim á næstunni, en aldrei segja aldrei,“ segir Mariane, og bætir við að lágar gallabuxur passi henni ekki. „Y2K tískan almennt sem er að eiga mikla endurkomu hjá yngri kynslóðinni um þessar mundir er tíska sem mér finnst virkilega gaman að fylgjast með en hugsa að það sé lúkk sem ég púlla ekki.“

Þykir gaman að sjá mismunandi stíla milli kynslóða

Konurnar í lífi Mariane veita henni mikinn innblástur í klæðaburði almennt. „Þær eru allar svo ólíkar og ég elska að sjá mismunandi stíla á milli kynslóða, en þá sé ég líka hvað er tímalaust og hvað ekki.“

Systurnar Sara og Mariane.
Systurnar Sara og Mariane.

„Ég verð reyndar líka að nefna bróður minn hérna, en hann hefur haft mikil áhrif á stílinn minn. Hins vegar sæki ég líka innblástur á Instagram og horfi til dæmis mikið til Matilda Djerf,“ segir Mariane.

Mariane segir best klæddu konuna í dag vera fyrirsætuna Kendall Jenner. „Það er erfitt að velja en Kendall Jenner klikkar sjaldan í klæðaburði, hvort sem það er á rauða dreglinum eða dagsdaglega.“

mbl.is