Sólkysst húð og freknur í þremur skrefum

Förðunartrix | 1. ágúst 2022

Sólkysst húð og freknur í þremur skrefum

Sólþyrstir Íslendingar virðast ekki hoppa hæð sína yfir veðurspánni næstu daga, en þó spáin sé blaut og grá er alltaf hægt að ná fram hinni fullkomnu sólkysstu förðun með fáeinum vörum. Snyrtivörumógúllinn Jess Hunt deildi einfaldri förðunarrútínu sinni á TikTok á dögunum, en það eina sem þú þarft er sólarpúður, kinnalitur og augabrúnablýantur. 

Sólkysst húð og freknur í þremur skrefum

Förðunartrix | 1. ágúst 2022

Athafnakonan Jess Hunt.
Athafnakonan Jess Hunt. Skjáskot/Instagram

Sólþyrstir Íslendingar virðast ekki hoppa hæð sína yfir veðurspánni næstu daga, en þó spáin sé blaut og grá er alltaf hægt að ná fram hinni fullkomnu sólkysstu förðun með fáeinum vörum. Snyrtivörumógúllinn Jess Hunt deildi einfaldri förðunarrútínu sinni á TikTok á dögunum, en það eina sem þú þarft er sólarpúður, kinnalitur og augabrúnablýantur. 

Sólþyrstir Íslendingar virðast ekki hoppa hæð sína yfir veðurspánni næstu daga, en þó spáin sé blaut og grá er alltaf hægt að ná fram hinni fullkomnu sólkysstu förðun með fáeinum vörum. Snyrtivörumógúllinn Jess Hunt deildi einfaldri förðunarrútínu sinni á TikTok á dögunum, en það eina sem þú þarft er sólarpúður, kinnalitur og augabrúnablýantur. 

Þrátt fyrir ungan aldur hefur athafnakonan Jess Hunt slegið rækilega í gegn í snyrtivöruheiminum eftir að hún gaf út sína fyrstu snyrtivörulínu, Refy Beauty í nóvember 2020. Það má segja að línan hverfist um hið fullkomna sólkyssta lúkk og þykkar augabrúnir.

View this post on Instagram

A post shared by Jess Hunt (@jesshunt2)

Til að ná fram sólkysstum ljóma byrjar Hunt á því að setja sólarpúður á kinnbeinin og upp á ennið. Síðan bætir hún kinnalit yfir sömu svæði en setur hann þó aðeins efst á kinnbeinin til þess að gefa húðinni svokallað „sólbrennt“ lúkk eins og hún sé nýkomin af sundlaugarbakkanum á Spáni. 

Að því loknu tekur Hunt augabrúnablýantinn og býr til freknur, en með því að þrýsta blýantinum laust yfir nefið og út á kinnarnar býr hún til náttúrulegar og fallegar freknur sem gefa förðuninni sumarfíling.

mbl.is