Aldrei hafa fleiri fengið húsnæði

Húsnæðismarkaðurinn | 3. ágúst 2022

Aldrei hafa fleiri fengið húsnæði

Félagsstofnun stúdenta (FS) úthlutaði 512 leigueiningum á stúdentagörðum til rúmlega 550 stúdenta í haustúthlutun ársins. Er þetta mesti fjöldi úthlutaðra leigueininga frá upphafi en 1.854 sóttu um leigueiningar.

Aldrei hafa fleiri fengið húsnæði

Húsnæðismarkaðurinn | 3. ágúst 2022

Frá stúdentagörðum við Háskóla Íslands.
Frá stúdentagörðum við Háskóla Íslands. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Félagsstofnun stúdenta (FS) úthlutaði 512 leigueiningum á stúdentagörðum til rúmlega 550 stúdenta í haustúthlutun ársins. Er þetta mesti fjöldi úthlutaðra leigueininga frá upphafi en 1.854 sóttu um leigueiningar.

Félagsstofnun stúdenta (FS) úthlutaði 512 leigueiningum á stúdentagörðum til rúmlega 550 stúdenta í haustúthlutun ársins. Er þetta mesti fjöldi úthlutaðra leigueininga frá upphafi en 1.854 sóttu um leigueiningar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FS. 

„FS hefur með markvissri uppbyggingu leigueininga á Stúdentagörðum náð miklum árangri í að vinna á langvarandi og erfiðu ástandi sem ríkt hefur í húsnæðismálum stúdenta við Háskóla Íslands. Á síðustu tveimur árum hefur FS fjölgað leigueiningum sem nemur 312 með opnun Mýrargarðs, stærsta íbúðarhúss á sama húsnúmeri á Íslandi og nýbyggingu Gamla Garðs við Hringbraut. FS hefur um 1.500 leigueiningar til ráðstöfunar í dag, en þar búa um 2.000 einstaklingar, þ.e. stúdentar og fjölskyldur þeirra,“ segir í fréttatilkynningu frá FS u málið. 

Þar er haft eftir Guðrúnu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra FS:

„Það er verulega ánægjulegt að geta boðið svo marga nýja háskólanema velkomna á Stúdentagarða. Við höfum markvisst getað unnið á biðlistum með auknum byggingarframkvæmdum. Ef við miðum okkur við nágrannaþjóðir okkar, þá er markmið okkar að geta veitt um 15% stúdenta við háskólann húsnæði til að geta staðið undir áætlaðri eftirspurn. Í dag stendur sú tala í 11% en hækkar í 12% með opnun Hótel Sögu og nýrrar byggingar við Lindargötu.“

Um 650 manns eru nú á biðlista en hann er styttri en haustið 2021 þegar 790 voru á biðlista. Þá kemur fram í tilkynningunni frá FS að framkvæmdir standi nú yfir á Hótel Sögu þar sem 112 íbúðir munu bjóðast stúdentum á næsta ári. Sömuleiðis eru framkvæmdir við Lindargötu 44 einnig hafnar. Þar mun rísa nýtt hús með 10 íbúðum og samkomusal. Næsta stóra byggingarverkefni FS tengist svo uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. Þar er stefnt að því að hefja byggingu á 107 þriggja herbergja íbúðum, en eftirspurn eftir þeirri tegund íbúða hefur aukist umtalsvert undanfarin ár.

„FS vinnur þó ekki eingöngu að uppbyggingu stúdentaíbúða, heldur einnig að því að skapa sífellt betra og heildstæðara samfélag á háskólasvæðinu í samvinnu við stúdenta. Nú í febrúar lagði FS inn ósk um breytingu á deiliskipulagi, en í henni felast þrjár breytingar sem allar munu auka lífsgæði stúdenta á svæðinu svo um munar. Um er að ræða stækkun verslunarrýmis að Eggertsgötu 24, sem mun skapa tækifæri til að fá inn lágvöruverslun á svæðið, stækkun leikskólans Leikgarðs við Eggertsgötu 12 auk byggingar nýs samkomusalar og aðstöðu Umsjónar fasteigna á bak við Eggertsgötu 24,“ segir í tilkynningunni frá FS. 

mbl.is